Menning

Ólík andlit sálmaskáldsins Hallgríms

Myndlistarmaðurinn Jón Reykdal á veg og vanda að óvenjulegri sýningu í Hallgrímskirkju.
Myndlistarmaðurinn Jón Reykdal á veg og vanda að óvenjulegri sýningu í Hallgrímskirkju. MYND/Vilhelm

Í tilefni af 25 ára starfsafmæli Listvinafélags Hallgrímskirkju á 20 ára vígsluafmæli kirkjunnar verður opnuð allsérstök myndlistarsýning í kirkjunni í dag.

Á sýningunni „Mynd mín af Hallgrími“ má sjá portrettmyndir eftir tuttugu og átta myndlistarmenn sem gert hafa sína mynd af sálmaskáldinu Hallgrími Péturssyni, byggða á mynd Hjalta Þorsteinssonar í Þjóðminjasafni Íslands. Sýningin markar upphaf veglegrar afmælisdagskrár félagsins sem stendur fram á næsta ár.

Jón Reykdal, myndlistarmaður og kennari við Kennaraháskólann, hefur veg og vanda að sýningunni en auk hans eiga m.a. myndlistarmennirnir Helgi Þorgils Friðjónsson, Sigrún Eldjárn, Hafliði Hallgrímsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Kristín Þorkelsdóttir og Leifur Breiðfjörð verk á þessari óvenjulegu sýningu.

Herra Sigurbjörn Einarsson, biskup og fyrsti formaður Listvinafélags Hallgrímskirkju, opnar sýninguna í fordyri kirkjunnar kl. 14 í dag. Þá flytur dr. Margrét Eggertsdóttir, formaður félagsins, stutt ávarp.

Nánar verður fjallað um afmælisdagskrá Listvinafélagsins í Fréttablaðinu um helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×