Á annað þúsund eintök seld 4. desember 2006 08:30 Óttar Martin Norðfjörð er í óðaönn við að dreifa ritinu í búðir. „Þetta er aldeilis búið að vinda upp á sig, mest allur minn frítími fer í að brjóta saman blöð og líma á þau strikamerki," segir Óttar Martin Norðfjörð, höfundur ævisöguhöfundur Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors. Fyrsta „bindi" ævisögunnar, Hannes - Nóttin er blá, mamma hefur slegið óvænt í gegn og er í þriðja sæti metsölulista Eymundsson og hjá útgefenda voru öll eintök uppurinn. Óttar var í óðaönn við að dreifa ritinu í bókabúðir þegar Fréttablaðið truflaði hann. „Fyrsta upplag var þúsund eintök og ég varð því að gjöra svo vel að kveikja á ljósritunarvélinni og prenta annað til," segir Óttar. „Nú þegar er ég búinn að koma 500 eintökum til viðbótar í búðir." Upphaflega stóð til að bókin yrði aðeins seld í bókabúðum Máls og Menningar á Laugavegi og Eymundsson í Austurstræti en í ljósi mikillar eftirspurnar verður einblöðungurinn til sölu í öllum verslunum Pennans-Eymundssonar á landinu. Óttar segir að þessar vinsældir komi sér á óvart en er sérstaklega glaður fyrir hönd Mæðrarstyrksnefndar sem fær allan ágóða af bókinni, sem kostar 999 krónur. „Í fyrstu hélt ég að það yrðu í mesta lagi nokkrir þúsundkallar en það er ljóst að það verður talsvert meira. Ég er auðvitað hæstánægður með það." . Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Í ritinu er skautað yfir æsku hans og unglingsár. . Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta er aldeilis búið að vinda upp á sig, mest allur minn frítími fer í að brjóta saman blöð og líma á þau strikamerki," segir Óttar Martin Norðfjörð, höfundur ævisöguhöfundur Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors. Fyrsta „bindi" ævisögunnar, Hannes - Nóttin er blá, mamma hefur slegið óvænt í gegn og er í þriðja sæti metsölulista Eymundsson og hjá útgefenda voru öll eintök uppurinn. Óttar var í óðaönn við að dreifa ritinu í bókabúðir þegar Fréttablaðið truflaði hann. „Fyrsta upplag var þúsund eintök og ég varð því að gjöra svo vel að kveikja á ljósritunarvélinni og prenta annað til," segir Óttar. „Nú þegar er ég búinn að koma 500 eintökum til viðbótar í búðir." Upphaflega stóð til að bókin yrði aðeins seld í bókabúðum Máls og Menningar á Laugavegi og Eymundsson í Austurstræti en í ljósi mikillar eftirspurnar verður einblöðungurinn til sölu í öllum verslunum Pennans-Eymundssonar á landinu. Óttar segir að þessar vinsældir komi sér á óvart en er sérstaklega glaður fyrir hönd Mæðrarstyrksnefndar sem fær allan ágóða af bókinni, sem kostar 999 krónur. „Í fyrstu hélt ég að það yrðu í mesta lagi nokkrir þúsundkallar en það er ljóst að það verður talsvert meira. Ég er auðvitað hæstánægður með það." . Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Í ritinu er skautað yfir æsku hans og unglingsár. .
Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira