Dætur hússins - Tvær stjörnur 28. desember 2006 10:30 Gátufull en daufleg saga kvenna. Thérése og Léonie hittast aftur eftir tuttugu ára aðskilnað. Mæður þeirra voru systur sem bjuggu undir sama þaki eftir að móðir Thérése veiktist af sjúkdómi sem dró hana á endanum til dauða. Þá var móðir Léonie þegar orðin ekkja. Ytri rammi sögunnar fjallar um þann tíma, einkum unglingsárin, áður en Thérése gengur í klaustur. Ekki þó þannig að þær rifji upp þann tíma, heldur gerir sögumaður það. Fljótlega í sögunni er ýjað að ótal leyndarmálum og það er ljóst að eitthvað hefur gerst sem varð þess valdandi að þær hafa ekki talast við í tuttugu ár. Með fyrirheit um að þeir atburðir verði afhjúpaðir heldur lesandinn af stað út í söguna. Smám saman kemur í ljós að líf þeirra Thérése og Léonie er enn samtvinnaðra en jafnvel þær hafa gert sér í hugarlund. Leyndarmál hússins og samfélagsins koma smám saman í ljós á sama tíma og þær eru að vakna til lífsins sem konur. Léonie segir að sín hafi verið vitjað af konu í rauðum klæðum, Thérése tileinkar sér þessa sýn sem hún klæðir í bláan fatnað og hér hafi verið komin heilög guðsmóðir að vitja hennar. Þegar öllu bæjarfélaginu hefur verið blandað í málið er hin þokkafulla unglingsstúlka föst í neti kaþólsks trúarofstækis. Í staðinn fær Léonie Babtiste, strákinn sem meira að segja hún sjálf telur tilheyra Thérése. Sagan gerist að mestu innan veggja hússins. Þar eru vistarverur sem stúlkunum er bannaður aðgangur að, vistarverur sem geyma leyndarmál heils samfélags. Það kemur í ljós að þar voru gyðingar geymdir fyrir aftöku í seinni heimsstyrjöldinni þegar Þjóðverjar lögðu plássið undir sig. Thérése hefur líka áskotnast kassi af bréfum sem móðir þeirra skrifaði þriðju systurinni sem verið hafði nunna. Í þeim bréfum kemur í ljós að þær Thérése og Léonie eru mun skyldari en þær áður héldu. Sú vitneskja verður til þess að samband þeirra rofnar, að því er virðist. Sögumaður fer þá leið að segja sögu Thérése og Léonie í brotum. Brotum sem tengjast flest hlutum í húsinu, oft á tíðum hlutum sem eru táknrænir, eins og til dæmis Quimperfatið sem Léonie brýtur. Hin brotakennda frásögn er sveipuð duluð, meira talað í kringum atburðina en að frá þeim sé beinlínis sagt. Lesandinn er jafnvel látinn um að geta í eyðurnar. Fyrir vikið fjallar megnið af frásögninni um hversdagslega hluti, byggir á innihaldslitlum samtölum og atburðum, persónur sögunnar eru fremur óskýrar, jafnvel vofukenndar. Fyrir vikið virkar frásögnin dálítið daufleg og náði ekki að heilla mig. Sagt er að sagan fjalli um tvær stúlkur sem alast upp í skugga gyðingaofsókna og kaþólsks trúarhita. Skugganum er hins vegar gerð of lítil skil og trúarhitinn of dauflegur til að lesandinn finni fyrir áhrifum þeirra í frásögninni. Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Thérése og Léonie hittast aftur eftir tuttugu ára aðskilnað. Mæður þeirra voru systur sem bjuggu undir sama þaki eftir að móðir Thérése veiktist af sjúkdómi sem dró hana á endanum til dauða. Þá var móðir Léonie þegar orðin ekkja. Ytri rammi sögunnar fjallar um þann tíma, einkum unglingsárin, áður en Thérése gengur í klaustur. Ekki þó þannig að þær rifji upp þann tíma, heldur gerir sögumaður það. Fljótlega í sögunni er ýjað að ótal leyndarmálum og það er ljóst að eitthvað hefur gerst sem varð þess valdandi að þær hafa ekki talast við í tuttugu ár. Með fyrirheit um að þeir atburðir verði afhjúpaðir heldur lesandinn af stað út í söguna. Smám saman kemur í ljós að líf þeirra Thérése og Léonie er enn samtvinnaðra en jafnvel þær hafa gert sér í hugarlund. Leyndarmál hússins og samfélagsins koma smám saman í ljós á sama tíma og þær eru að vakna til lífsins sem konur. Léonie segir að sín hafi verið vitjað af konu í rauðum klæðum, Thérése tileinkar sér þessa sýn sem hún klæðir í bláan fatnað og hér hafi verið komin heilög guðsmóðir að vitja hennar. Þegar öllu bæjarfélaginu hefur verið blandað í málið er hin þokkafulla unglingsstúlka föst í neti kaþólsks trúarofstækis. Í staðinn fær Léonie Babtiste, strákinn sem meira að segja hún sjálf telur tilheyra Thérése. Sagan gerist að mestu innan veggja hússins. Þar eru vistarverur sem stúlkunum er bannaður aðgangur að, vistarverur sem geyma leyndarmál heils samfélags. Það kemur í ljós að þar voru gyðingar geymdir fyrir aftöku í seinni heimsstyrjöldinni þegar Þjóðverjar lögðu plássið undir sig. Thérése hefur líka áskotnast kassi af bréfum sem móðir þeirra skrifaði þriðju systurinni sem verið hafði nunna. Í þeim bréfum kemur í ljós að þær Thérése og Léonie eru mun skyldari en þær áður héldu. Sú vitneskja verður til þess að samband þeirra rofnar, að því er virðist. Sögumaður fer þá leið að segja sögu Thérése og Léonie í brotum. Brotum sem tengjast flest hlutum í húsinu, oft á tíðum hlutum sem eru táknrænir, eins og til dæmis Quimperfatið sem Léonie brýtur. Hin brotakennda frásögn er sveipuð duluð, meira talað í kringum atburðina en að frá þeim sé beinlínis sagt. Lesandinn er jafnvel látinn um að geta í eyðurnar. Fyrir vikið fjallar megnið af frásögninni um hversdagslega hluti, byggir á innihaldslitlum samtölum og atburðum, persónur sögunnar eru fremur óskýrar, jafnvel vofukenndar. Fyrir vikið virkar frásögnin dálítið daufleg og náði ekki að heilla mig. Sagt er að sagan fjalli um tvær stúlkur sem alast upp í skugga gyðingaofsókna og kaþólsks trúarhita. Skugganum er hins vegar gerð of lítil skil og trúarhitinn of dauflegur til að lesandinn finni fyrir áhrifum þeirra í frásögninni. Súsanna Svavarsdóttir
Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið