Lífið

Nýárskveðjan send með SMS

221 þúsund SMS skeyti voru send frá viðskiptavinum Og Vodafone frá klukkan 21 á gamlársdag til klukkan 9 daginn eftir, nýársdag. Það er nokkur aukning frá því árið á undan. Ef tekið er mið af fyrsta sólarhring ársins voru send 287 þúsund SMS skeyti. Þetta er talsvert meira en á hefðbundnum degi, en jafnan eru send í kringum 180 þúsund SMS skeyti á sólarhring úr GSM kerfi Og Vodafone.

Í heild var nokkur aukning í skeytasendingum um þessi áramót miðað við árið á undan. Þá hafa fleiri hringt með GSM símum miðað við árið á undan. Og Vodafone hefur á liðnum mánuðum eflt GSM kerfi sitt, fjölgað sendum, svo það geti tekið við fleiri símtölum á álagstímum. Það er því ljóst að sífellt fleiri notfæra sér GSM til þess að senda nýárskveðju.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×