Innlent

Bjarni eykur hlut sinn

MYND/Vilhelm

Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, hefur keypt 50 milljón hluti í Íslandsbanka. Verð hlutabréfanna er 930 milljónir króna. Hlutur Bjarna í félaginu er nú um 0,93%. Bjarni kaupir bréfin á genginu 18,6 en gengi bréfanna nú í lok dags er 19,1. Bjarni hefur því þegar hagnast um 25 milljónir á kaupunum. Stjórn Íslandsbanka ákvað í gær að auka hlutafé bankans um tæpa 19 milljarða í lokuðu útboði til fagfjárfesta. Alls óskuðu áttatíu fagfjárfestar eftir hlutafé að fjárhæð 29 milljarðar króna og var umframeftirspurn eftir bréfum því mikil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×