Íslensk erfðagreining kaupir Urði Verðandi Skuld 18. janúar 2006 13:28 Íslensk erfðagreining greindi í dag frá kaupum á líftæknifyrirtækinu Urði Verðandi Skuld af Iceland Genomics Corporation Inc. Markmið kaupanna er að efla rannsóknir á erfðafræði krabbameina sem vonast er til að leiði til aukins skilnings á líffræðilegum orsökum þeirra og nýrra aðferða til að greina og meðhöndla krabbamein. Í tilkynningu frá ÍE segir að þúsundir íslenskra krabbameinssjúklinga og ættingja þeirra hafi tekið þátt í rannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar og UVS á krabbameinum og með kaupunum verði til ein öflugasta eining til rannsókna á erfðafræði krabbameina í heiminum í dag. UVS verður rekið sem dótturfyrirtæki Íslenskrar erfðagreiningar og ábyrgðarlæknar rannsókna UVS og þær stofnanir sem hlut eiga að máli munu starfa áfram að framgangi þeirra. "Það eru óvíða til jafn góðar skrár yfir krabbamein og á Íslandi, en slíkar skrár eru lykill að rannsóknum á erfðafræði krabbameina. Tveir stærstu aðilarnir sem stunda erfðarannsóknir á krabbameinum á Íslandi hafa nú tekið höndum saman og ég vona að það verði til að efla íslenskar krabbameinsrannsóknir enn frekar og auka möguleika okkar á að öðlast innsýn í líffræðilegar orsakir þessa illvíga sjúkdóms," sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Íslensk erfðagreining greiðir kaupverðið, um 350 milljónir íslenskra króna, með hlutabréfum í deCODE genetics Inc. sem eru um eitt prósent af heildarfjölda hluta í deCODE. Brú Venture Capital hf. hafði umsjón með sölunni fyrir hönd seljenda. Hjá Íslenskri erfðagreiningu er nú unnið að erfðarannsóknum á níu krabbameinum. Athyglisverðar niðurstöður hafa m.a. verið kynntar úr umfangsmikilli rannsókn á ættlægni allra krabbameina sem greinst hafa á Íslandi frá árinu1955. Í ljós kom að áhætta á mörgum mismunandi gerðum krabbameina er aukin hjá bæði náskyldum og fjarskyldum ættingjum krabbameinssjúklinga. UVS hefur unnið að Íslenska krabbameinsverkefninu frá árinu 1998 með þátttöku íslenskra lækna og heilbrigðisstofnana. Markmið þeirra rannsókna hefur verið að nota rannsóknir á sviði erfðafræði, líffræði og læknisfræði til að öðlast skilning á líffræðilegum orsökum krabbameina. Persónuvernd og Vísindasiðanefnd hafa veitt leyfi til að samnýta gögn í krabbameinsrannsóknum UVS og ÍE. Tilgangur, markmið og skilmálar rannsóknanna verða óbreytt, svo og réttur þátttakenda og skuldbindingar rannsakenda gagnvart þeim. Þátttakendum í krabbameinsrannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar og UVS sem óska nánari upplýsinga er bent á að hafa samband við Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna www.rannsokn.is Vefur Íslenskrar erfðagreiningar Vefur UVS Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Íslensk erfðagreining greindi í dag frá kaupum á líftæknifyrirtækinu Urði Verðandi Skuld af Iceland Genomics Corporation Inc. Markmið kaupanna er að efla rannsóknir á erfðafræði krabbameina sem vonast er til að leiði til aukins skilnings á líffræðilegum orsökum þeirra og nýrra aðferða til að greina og meðhöndla krabbamein. Í tilkynningu frá ÍE segir að þúsundir íslenskra krabbameinssjúklinga og ættingja þeirra hafi tekið þátt í rannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar og UVS á krabbameinum og með kaupunum verði til ein öflugasta eining til rannsókna á erfðafræði krabbameina í heiminum í dag. UVS verður rekið sem dótturfyrirtæki Íslenskrar erfðagreiningar og ábyrgðarlæknar rannsókna UVS og þær stofnanir sem hlut eiga að máli munu starfa áfram að framgangi þeirra. "Það eru óvíða til jafn góðar skrár yfir krabbamein og á Íslandi, en slíkar skrár eru lykill að rannsóknum á erfðafræði krabbameina. Tveir stærstu aðilarnir sem stunda erfðarannsóknir á krabbameinum á Íslandi hafa nú tekið höndum saman og ég vona að það verði til að efla íslenskar krabbameinsrannsóknir enn frekar og auka möguleika okkar á að öðlast innsýn í líffræðilegar orsakir þessa illvíga sjúkdóms," sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Íslensk erfðagreining greiðir kaupverðið, um 350 milljónir íslenskra króna, með hlutabréfum í deCODE genetics Inc. sem eru um eitt prósent af heildarfjölda hluta í deCODE. Brú Venture Capital hf. hafði umsjón með sölunni fyrir hönd seljenda. Hjá Íslenskri erfðagreiningu er nú unnið að erfðarannsóknum á níu krabbameinum. Athyglisverðar niðurstöður hafa m.a. verið kynntar úr umfangsmikilli rannsókn á ættlægni allra krabbameina sem greinst hafa á Íslandi frá árinu1955. Í ljós kom að áhætta á mörgum mismunandi gerðum krabbameina er aukin hjá bæði náskyldum og fjarskyldum ættingjum krabbameinssjúklinga. UVS hefur unnið að Íslenska krabbameinsverkefninu frá árinu 1998 með þátttöku íslenskra lækna og heilbrigðisstofnana. Markmið þeirra rannsókna hefur verið að nota rannsóknir á sviði erfðafræði, líffræði og læknisfræði til að öðlast skilning á líffræðilegum orsökum krabbameina. Persónuvernd og Vísindasiðanefnd hafa veitt leyfi til að samnýta gögn í krabbameinsrannsóknum UVS og ÍE. Tilgangur, markmið og skilmálar rannsóknanna verða óbreytt, svo og réttur þátttakenda og skuldbindingar rannsakenda gagnvart þeim. Þátttakendum í krabbameinsrannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar og UVS sem óska nánari upplýsinga er bent á að hafa samband við Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna www.rannsokn.is Vefur Íslenskrar erfðagreiningar Vefur UVS
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira