Innlent

Íslenskir fjárfestar kaupa tíunda stærsta banka Lettlands

Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Norvíkur.
Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Norvíkur. MYND/Heiða Helgadóttir

Straumborg ehf., félag í eigu Jóns Helga Guðmundssonar, forstjóra Norvíkur sem rekur meðal annars Byko, hefur keypt 51 % í lettneska bankanum Lateko. Ice-Balt Invest ehf., félag í eigu Þorsteins Ólafssonar og Vitalijs Gavrilovs, formanns vinnuveitendasambands Lettlands, hefur keypt 9 %.

Lateko er viðskiptabanki með eignir upp á 30 milljarða króna. Hann er tíundi stærsti banki Lettlands, rekur 10 útibú og um 67 minni afgreiðslustaði. Bankinn rekur skrifstofur í Lundúnum og Moskvu og hjá honum starfa 550 manns. Bankinn var stofnaður árið 1992.

Lateko-banki hyggst meðal annars bjóða íslenskum fyrirtækjum þjónustu á sviði almennrar bankaþjónustu, lána og fjárfestingarbankastarfsemi, svo sem við kaup og sölu fyrirtækja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×