Flytji réttleysið ekki milli landa 7. febrúar 2006 08:15 Formenn BSRB og ASÍ skrifuðu undir áskorunina fyrir hönd sinna hreyfinga. MYND/Hari Forystumenn allra launþegasamtaka á Norðurlöndum hafa skorað á norræna þingmenn á Evrópuþinginu að styðja breytingartillögu við þjónustutilskipun Evrópusambandsins. Þannig megi koma í veg fyrir að réttindaleysi launþega í sumum aðildarríkjum sé í raun flutt með þeim landa á milli segir formaður BSRB. Þjónustutilskipun Evrópusambandsins hefur valdið miklum deilum síðan hún tók gildi. Þeir sem eru hlynntir henni segja hana auka viðskipti milli landa þar sem dregið sé úr hömlum. Andstæðingar hennar segja hana hins vegar grafa undan réttindum launafólks, það sé vegna þess að hún opni fyrir að fólk sé ráðið frá láglaunasvæðum innan Evrópusambandsins á lakari kjörum og með minni réttindi en í þeim löndum sem fólkið er ráðið til starfa í. "Svokölluð upprunalandshugsun eða þáttur í tilskipuninni er þess valdandi að reglur og réttindi fylgja fyrirtækjum sem flytja milli landa, þannig að menn eru að flytja réttleysi milli landa og það er nokkuð sem við viljum koma í veg fyrir," segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og einn formannanna sem undirrituðu áskorunina. Þing Evrópusambandsins greiðir atkvæði um þjónustutilskipunina eftir um það bil tvær vikur. Samtök launþegahreyfinga vilja breytingar á henni þannig að tryggt sé að ekki sé hægt að flytja það sem Ögmundur kallar réttindaleysi á milli landa. "Ég tel að ef ekki er hlustað á rödd verkalýðshreyfingarinnar í Evrópu þá komi það til með að veikja Evrópusambandið og Evrópusamrunann til frambúðar," segir Ögmundur og bendir á að þó hann og fleiri séu efins um ágæti Evrópusambandsins hafi verkalýðshreyfingin í Evrópu verið mjög fylgjandi Evrópusambandinu. Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Forystumenn allra launþegasamtaka á Norðurlöndum hafa skorað á norræna þingmenn á Evrópuþinginu að styðja breytingartillögu við þjónustutilskipun Evrópusambandsins. Þannig megi koma í veg fyrir að réttindaleysi launþega í sumum aðildarríkjum sé í raun flutt með þeim landa á milli segir formaður BSRB. Þjónustutilskipun Evrópusambandsins hefur valdið miklum deilum síðan hún tók gildi. Þeir sem eru hlynntir henni segja hana auka viðskipti milli landa þar sem dregið sé úr hömlum. Andstæðingar hennar segja hana hins vegar grafa undan réttindum launafólks, það sé vegna þess að hún opni fyrir að fólk sé ráðið frá láglaunasvæðum innan Evrópusambandsins á lakari kjörum og með minni réttindi en í þeim löndum sem fólkið er ráðið til starfa í. "Svokölluð upprunalandshugsun eða þáttur í tilskipuninni er þess valdandi að reglur og réttindi fylgja fyrirtækjum sem flytja milli landa, þannig að menn eru að flytja réttleysi milli landa og það er nokkuð sem við viljum koma í veg fyrir," segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og einn formannanna sem undirrituðu áskorunina. Þing Evrópusambandsins greiðir atkvæði um þjónustutilskipunina eftir um það bil tvær vikur. Samtök launþegahreyfinga vilja breytingar á henni þannig að tryggt sé að ekki sé hægt að flytja það sem Ögmundur kallar réttindaleysi á milli landa. "Ég tel að ef ekki er hlustað á rödd verkalýðshreyfingarinnar í Evrópu þá komi það til með að veikja Evrópusambandið og Evrópusamrunann til frambúðar," segir Ögmundur og bendir á að þó hann og fleiri séu efins um ágæti Evrópusambandsins hafi verkalýðshreyfingin í Evrópu verið mjög fylgjandi Evrópusambandinu.
Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira