Segir Jón Gerald hafa verið með spuna hjá lögreglu 17. febrúar 2006 12:00 Jón Gerald Sullenberger var með hreinan spuna hjá lögreglu, segir fyrrverandi tengdasonur Jóhannesar Jónssonar í Bónus. Þar vísar hann í vitnisburð Jóns Geralds um innflutning bíla frá Bandaríkjunum. Eitt vitni var leitt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í Baugsmálinu í morgun, en aðalmeðferð málsins hefst á mánudag. Það vitni var Jón Garðar Ögmundsson, fyrrverandi eiginmaður Kristínar Jóhannesdóttur, Jóhannesar í Bónus. Þegar þau viðskipti sem fjallað var um í morgun áttu sér stað voru þau Jón Garðar og Kristín hjón og var Jón Garðar þá framkvæmdastjóri Pönnu pítsa sem rak Pizza Hut, sem var í eigu Gaums, fjárfestingarfélags Bónusfjölskyldunnar. Saksóknari spurði Jón Garðar ítarlega út í viðskipti sem hann átti við Jón Gerald Sullenberger um áramótin 1999/2000. Jón Garðar sagðist hafa fengið Jón Gerald til að aðstoða sig við að kaupa inn deig og annað hráefni fyrir Pizza Hut frá Bandaríkjunum þar sem það væri hagstæðara. Eftir nokkra vinnu hafi hins vegar komið í ljós að þau viðskipti gætu ekki gengið þar sem ekki var um sambærilega vöru að ræða og evrópskir birgjar létu í té og samræmdust evrópskum reglum. Hann hafi hins vegar greitt Jóni Gerald fyrir vinnuna, 23.970 bandaríkjadali. Aðspurður hvort hvort Kristín Jóhannsdóttir hefði á sama tíma verið að kaupa bíl frá Bandaríkjunum sagði þáverandi eiginmaður hennar að hún hefði verið að leita eftir bíl þaðan, en það hafi ekki tengst viðskiptum þeirra nafna. Lögmaður Kristínar bar skýrslu sem Jón Gerald hafði gefið hjá lögreglu undir Jón Garðar, en þar sagðist Jón Gerald engin viðskipti hafa átt við Pönnu pítsur, en hafi útbúið umræddan reikning á fyrirtækið vegna tveggja bíla sem eigendurnir hafi flutt inn. Jón Garðar sagði dómnum að hann kannaðist ekkert við þessa bíla og reikningurinn hefði verið fyrir fyrrgreind störf og þeir nafnar hefðu þekkst og átt viðskipti í hálfan annan áratug. Hann sagði framburð Jóns Geralds stórfurðulegan og að hann væri hreinn spuni. Aðalmeðferð málsins verður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag og þriðjudag. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Jón Gerald Sullenberger var með hreinan spuna hjá lögreglu, segir fyrrverandi tengdasonur Jóhannesar Jónssonar í Bónus. Þar vísar hann í vitnisburð Jóns Geralds um innflutning bíla frá Bandaríkjunum. Eitt vitni var leitt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í Baugsmálinu í morgun, en aðalmeðferð málsins hefst á mánudag. Það vitni var Jón Garðar Ögmundsson, fyrrverandi eiginmaður Kristínar Jóhannesdóttur, Jóhannesar í Bónus. Þegar þau viðskipti sem fjallað var um í morgun áttu sér stað voru þau Jón Garðar og Kristín hjón og var Jón Garðar þá framkvæmdastjóri Pönnu pítsa sem rak Pizza Hut, sem var í eigu Gaums, fjárfestingarfélags Bónusfjölskyldunnar. Saksóknari spurði Jón Garðar ítarlega út í viðskipti sem hann átti við Jón Gerald Sullenberger um áramótin 1999/2000. Jón Garðar sagðist hafa fengið Jón Gerald til að aðstoða sig við að kaupa inn deig og annað hráefni fyrir Pizza Hut frá Bandaríkjunum þar sem það væri hagstæðara. Eftir nokkra vinnu hafi hins vegar komið í ljós að þau viðskipti gætu ekki gengið þar sem ekki var um sambærilega vöru að ræða og evrópskir birgjar létu í té og samræmdust evrópskum reglum. Hann hafi hins vegar greitt Jóni Gerald fyrir vinnuna, 23.970 bandaríkjadali. Aðspurður hvort hvort Kristín Jóhannsdóttir hefði á sama tíma verið að kaupa bíl frá Bandaríkjunum sagði þáverandi eiginmaður hennar að hún hefði verið að leita eftir bíl þaðan, en það hafi ekki tengst viðskiptum þeirra nafna. Lögmaður Kristínar bar skýrslu sem Jón Gerald hafði gefið hjá lögreglu undir Jón Garðar, en þar sagðist Jón Gerald engin viðskipti hafa átt við Pönnu pítsur, en hafi útbúið umræddan reikning á fyrirtækið vegna tveggja bíla sem eigendurnir hafi flutt inn. Jón Garðar sagði dómnum að hann kannaðist ekkert við þessa bíla og reikningurinn hefði verið fyrir fyrrgreind störf og þeir nafnar hefðu þekkst og átt viðskipti í hálfan annan áratug. Hann sagði framburð Jóns Geralds stórfurðulegan og að hann væri hreinn spuni. Aðalmeðferð málsins verður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag og þriðjudag.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira