Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja heimild til verkfalls 23. febrúar 2006 22:01 MYND/Hilmar Bragi Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hafa samþykkt heimild til boðunar verkfalls um allt land þar sem ekkert hefur þokast í samkomulagsátt í kjaraviðræðum þeirra og Launanefndar sveitarfélaganna. Ef af því verður hefst það væntanlega 16. eða 17. mars. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á höfuðborgarsvæðinu hittust á fundi í kvöld til þess að greiða um það atkvæði hvort boða ætti til verkfalls vegna kjaradeilunnar. Hið sama gerðu aðrir atvinnuslökkviliðsmenn á landinu. Þeir segjast orðnir langþreyttir á að ekkert þokist í samkomulagsátt og eru í raun bálillir. Grunnlaun slökkviliðsmanns inn í starfið eru 105 þúsund krónur og hefur launanefnd sveitarfélaganna boðið þeim 28 prósenta hækkun. Það telja þeir ekki nærri nóg. Verðharð Guðnason, formaður samninganefndar slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir að þeir vilji að maður sem starfað hafi í stéttinni í þrjú ár með yfir 1000 tíma í starfsnám ofan á iðnnám eða framhaldsnám og sé með neyðarbílsréttindi, framhaldsnám í sjúkraflutningum og atvinnuslökkviliðsnámskeið hafi nálægt 250 þúsund krónum í laun. Deilunni hefur verið vísað til ríkissáttasemjara en Vernharð segist ekki bjartsýnn á að deilan verði leyst þar. Því sé óskað eftir heimildinni til að boða til verkfalls sem hæfist um miðjan mars. Fyrir fundinn taldi Verðharð næsta víst að til verkfalls yrði boðað. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn geta ekki allir farið í verkfall öryggis borgaranna vegna. Verðharð segir það undirstrika mikilvægi starfa slökkviliðsmanna að þegar þeir séu í verkfalli séu þeir áfram á vakt en þó þannig að þeir sinni eingöngu bráðatilvikum. Svo sé starfandi forvarnadeild hjá slökkviliðinu sem sinni m.a. eldvarnareftirliti og starfsmenn þar fari í verkfall hafi það áhrif á byggingarframkvæmdi og annað þeim tengt. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn íhuga aðrar aðgerðir á næstu dögum en Vernharð segir að það verði að koma í ljós hverjar þær verði. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hafa samþykkt heimild til boðunar verkfalls um allt land þar sem ekkert hefur þokast í samkomulagsátt í kjaraviðræðum þeirra og Launanefndar sveitarfélaganna. Ef af því verður hefst það væntanlega 16. eða 17. mars. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á höfuðborgarsvæðinu hittust á fundi í kvöld til þess að greiða um það atkvæði hvort boða ætti til verkfalls vegna kjaradeilunnar. Hið sama gerðu aðrir atvinnuslökkviliðsmenn á landinu. Þeir segjast orðnir langþreyttir á að ekkert þokist í samkomulagsátt og eru í raun bálillir. Grunnlaun slökkviliðsmanns inn í starfið eru 105 þúsund krónur og hefur launanefnd sveitarfélaganna boðið þeim 28 prósenta hækkun. Það telja þeir ekki nærri nóg. Verðharð Guðnason, formaður samninganefndar slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir að þeir vilji að maður sem starfað hafi í stéttinni í þrjú ár með yfir 1000 tíma í starfsnám ofan á iðnnám eða framhaldsnám og sé með neyðarbílsréttindi, framhaldsnám í sjúkraflutningum og atvinnuslökkviliðsnámskeið hafi nálægt 250 þúsund krónum í laun. Deilunni hefur verið vísað til ríkissáttasemjara en Vernharð segist ekki bjartsýnn á að deilan verði leyst þar. Því sé óskað eftir heimildinni til að boða til verkfalls sem hæfist um miðjan mars. Fyrir fundinn taldi Verðharð næsta víst að til verkfalls yrði boðað. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn geta ekki allir farið í verkfall öryggis borgaranna vegna. Verðharð segir það undirstrika mikilvægi starfa slökkviliðsmanna að þegar þeir séu í verkfalli séu þeir áfram á vakt en þó þannig að þeir sinni eingöngu bráðatilvikum. Svo sé starfandi forvarnadeild hjá slökkviliðinu sem sinni m.a. eldvarnareftirliti og starfsmenn þar fari í verkfall hafi það áhrif á byggingarframkvæmdi og annað þeim tengt. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn íhuga aðrar aðgerðir á næstu dögum en Vernharð segir að það verði að koma í ljós hverjar þær verði.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira