Svipaðar kjarabætur og aðrir og breyttur vinnutími 5. mars 2006 12:30 Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn fá svipaðar kjarabætur og aðrir starfsmenn sveitarfélaga hafa fengið samkvæmt nýjum kjarasamningi sem undirritaður var af fulltrúum þeirra og launanefndar sveitarfélaga í nótt. Þá eru ákvæði um breytingar á vinnutíma. Samninganefndir Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og launanefndar sveitarfélaga höfðu fundað stíft síðustu tvo daga en það var eftir sextán tíma fund sem skrifað var undir nýjan kjarasamning klukkan fimm í morgun. Samningurinn gildir til nóvemberloka árið 2008 og Vernharð Guðnason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, vonar að kjarabæturnar dugi til að slökkviliðsmenn verði sáttir á næstunni. Hann segir samninginn á svipuðum nótum og launanefnd sveitarfélaga hafi gert við aðra og þar auki breytist vinnutími stéttarinnar og hugsanlega verði breytingar innan slökkviliðanna sjálfra í framhaldi af því, en það komi í ljós á samningstímanum. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hafa að undanförnu mótmælt seinagangi í viðræðunum með því að vinna ekki þá yfirvinnu sem þeir gerðu áður, en það hefur meðal annars haft áhrif á flutning sjúklinga á milli sjúkrahúsanna í Reykjavík. Vernharð segir ekki hafa verið um neinar skipulegar aðgerðir að ræða af hálfu landssambandsins heldur hafi einstaklingar ákveðið að láta óánægju sína í ljós með því að draga úr þeirri miklu yfirvinnu og álagi sem hafi verið á mönnum. Hann vænti þass að fljótlega eftir að samningurinn hafi verið kynntur, en sú vinna hefjist í dag, falli allt í eðlilegt horf. Vernharð reiknar með að atkvæði verði greidd um samninginn í lok vikunnar og þá skýrist hvort boðuðu verkfalli slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna verður aflýst. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn fá svipaðar kjarabætur og aðrir starfsmenn sveitarfélaga hafa fengið samkvæmt nýjum kjarasamningi sem undirritaður var af fulltrúum þeirra og launanefndar sveitarfélaga í nótt. Þá eru ákvæði um breytingar á vinnutíma. Samninganefndir Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og launanefndar sveitarfélaga höfðu fundað stíft síðustu tvo daga en það var eftir sextán tíma fund sem skrifað var undir nýjan kjarasamning klukkan fimm í morgun. Samningurinn gildir til nóvemberloka árið 2008 og Vernharð Guðnason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, vonar að kjarabæturnar dugi til að slökkviliðsmenn verði sáttir á næstunni. Hann segir samninginn á svipuðum nótum og launanefnd sveitarfélaga hafi gert við aðra og þar auki breytist vinnutími stéttarinnar og hugsanlega verði breytingar innan slökkviliðanna sjálfra í framhaldi af því, en það komi í ljós á samningstímanum. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hafa að undanförnu mótmælt seinagangi í viðræðunum með því að vinna ekki þá yfirvinnu sem þeir gerðu áður, en það hefur meðal annars haft áhrif á flutning sjúklinga á milli sjúkrahúsanna í Reykjavík. Vernharð segir ekki hafa verið um neinar skipulegar aðgerðir að ræða af hálfu landssambandsins heldur hafi einstaklingar ákveðið að láta óánægju sína í ljós með því að draga úr þeirri miklu yfirvinnu og álagi sem hafi verið á mönnum. Hann vænti þass að fljótlega eftir að samningurinn hafi verið kynntur, en sú vinna hefjist í dag, falli allt í eðlilegt horf. Vernharð reiknar með að atkvæði verði greidd um samninginn í lok vikunnar og þá skýrist hvort boðuðu verkfalli slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna verður aflýst.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira