Viðskipti erlent

Olíuverð lækkaði á helstu mörkuðum

Hráolía lækkaði í verði á helstu mörkuðum í dag. Hráolía, sem afhent verður í næsta mánuði, lækkaði um 18 sent og endaði í 61,40 dollurum á tunnu á mörkuðum í New York í Bandaríkjunum en Brent Norðursjávarolía lækkaði um 8 sent í Lundúnum í Bretlandi og endaði í 61,09 dollara á tunnu.

Sjeik Ahmed Fahd Al Ahmed Al Sabah, orkumálaráðherra Kúveits, hvatti OPEC-ríkin á fundi þeirra í Vín í dag að minnka ekki olíuframleiðslu til að halda olíuverði stöðugu. Taldi hann líkur á að olíuverð lækki í vor.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×