Viðskipti erlent

Mesta atvinnuleysi í þrjú ár

Atvinnulausum fjölgaði um 14.600 í Bretlandi á milli mánaða í febrúar en það er mesta fjölgun atvinnulausra frá árinu 1992. Í lok síðasta árs voru 1,53 milljónir manna án atvinnu í Bretlandi en fleiri hafa ekki verið atvinnulausir síðastliðin þrjú ár.

Þessar tölur voru gerðar opinberar í Bretlandi í dag.

Þá kemur jafnframt fram að þeir sem eru svokallaðir óvirkir þátttakendur í efnahagslífinu, þ.e. þeir sem hafa ákveðið að setjast í helgan stein fyrr en ella, gefist upp á atvinnuleit, farið í nám eða ákveðið að sinna veikum ættingjum í stað þess að stunda atvinnu, hafi fjölgað um 65.000 á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Þeir eru nú 7,96 milljónir talsins og hafa ekki verið fleiri síðan árið 1971.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×