Standard & Poor's veitir Glitni A- í lánshæfismat 28. mars 2006 10:58 Standard & Poor's lánshæfismatsfyrirtækið tilkynnti í dag um lánshæfismat Glitnis. Langtímaskuldbindingar eru metnar A- og skammtímaskuldbindingar A-2. Horfur í mati Standard & Poor's eru stöðugar. Glitnir er fyrstur íslenskra banka til að fá lánshæfismat hjá S&P. Samkvæmt S&P endurspeglar matið sterka stöðu Glitnis á innanlandsmarkaði og bætta dreifingu í eignasafni bankans með vaxandi starfsemi bankans í Noregi. Einnig er minnst á þann góða hagnað sem hefur verið í rekstri bankans á liðnum árum og almenn gæði eignasafnsins. S&P segir þá þætti sem vegi neikvætt við ákvörðun um lánshæfisflokk vera að bankinn hafi nokkra tiltölulega stóra lántakendur, hraðan vöxt eigna samhliða stefnumörkun sem mögulega eykur áhættu og það hvað heildsölumarkaður vegur þungt í fjármögnun bankans í erlendum myntum. „Við erum ánægðir með þetta lánshæfismat og þá staðreynd að við erum nú komin í „A flokk" hjá þremur stóru lánshæfisfyrirtækjunum. Gæði eignasafnsins og traust áhættustýring sýna vel styrk bankans og endurspeglast í þessu mati. Kaupin á BNbank í Noregi hafa enn bætt eignasafnið eins og S&P bendir á. Við trúum því að við getum haldið áfram að vaxa og auka hagnað Glitnis í samræmi við stefnumörkun bankans og þetta mat styður það." Segir Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis. Tómas Kristjánsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Glittnis, segir í fréttatilkyningu: „Lánshæfismatið er í samræmi við okkar væntingar, með hliðsjón af annars vegar lánshæfismati íslenska ríkisins og hins vegar annarra norrænna banka. Glitnir fær mat sem er einu þrepi neðan við norræna banka á borð við SEB og Swedbank. Það er sami munur og er milli Glitnis og norrænu bankanna hjá hinum lánshæfismatsfyrirtækjunum. S&P bendir á að fjárstýring Glitnis sé góð, en vekur athygli á því hve bankinn reiðir sig á erlenda lánsfjármögnun á mörkuðum. Á það hefur áður verið bent af öðrum lánshæfismatsfyrirtækjum. Til að mæta þessu hefur bankinn lágmarkað áhættuna með því að breikka markvisst hóp skuldabréfafjárfesta og lánveitenda." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Sjá meira
Standard & Poor's lánshæfismatsfyrirtækið tilkynnti í dag um lánshæfismat Glitnis. Langtímaskuldbindingar eru metnar A- og skammtímaskuldbindingar A-2. Horfur í mati Standard & Poor's eru stöðugar. Glitnir er fyrstur íslenskra banka til að fá lánshæfismat hjá S&P. Samkvæmt S&P endurspeglar matið sterka stöðu Glitnis á innanlandsmarkaði og bætta dreifingu í eignasafni bankans með vaxandi starfsemi bankans í Noregi. Einnig er minnst á þann góða hagnað sem hefur verið í rekstri bankans á liðnum árum og almenn gæði eignasafnsins. S&P segir þá þætti sem vegi neikvætt við ákvörðun um lánshæfisflokk vera að bankinn hafi nokkra tiltölulega stóra lántakendur, hraðan vöxt eigna samhliða stefnumörkun sem mögulega eykur áhættu og það hvað heildsölumarkaður vegur þungt í fjármögnun bankans í erlendum myntum. „Við erum ánægðir með þetta lánshæfismat og þá staðreynd að við erum nú komin í „A flokk" hjá þremur stóru lánshæfisfyrirtækjunum. Gæði eignasafnsins og traust áhættustýring sýna vel styrk bankans og endurspeglast í þessu mati. Kaupin á BNbank í Noregi hafa enn bætt eignasafnið eins og S&P bendir á. Við trúum því að við getum haldið áfram að vaxa og auka hagnað Glitnis í samræmi við stefnumörkun bankans og þetta mat styður það." Segir Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis. Tómas Kristjánsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Glittnis, segir í fréttatilkyningu: „Lánshæfismatið er í samræmi við okkar væntingar, með hliðsjón af annars vegar lánshæfismati íslenska ríkisins og hins vegar annarra norrænna banka. Glitnir fær mat sem er einu þrepi neðan við norræna banka á borð við SEB og Swedbank. Það er sami munur og er milli Glitnis og norrænu bankanna hjá hinum lánshæfismatsfyrirtækjunum. S&P bendir á að fjárstýring Glitnis sé góð, en vekur athygli á því hve bankinn reiðir sig á erlenda lánsfjármögnun á mörkuðum. Á það hefur áður verið bent af öðrum lánshæfismatsfyrirtækjum. Til að mæta þessu hefur bankinn lágmarkað áhættuna með því að breikka markvisst hóp skuldabréfafjárfesta og lánveitenda."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Sjá meira