Gögn styðja ekki Vilhjálm segir Ríkisendurskoðun 29. mars 2006 18:50 Ríkisendurskoðun telur sig hafa fengið óyggjandi upplýsingar og gögn sem hreki fullyrðingar Vilhjálms Bjarnasonar um að þýski bankinn Hauch & Afhauser hafi ekki getað átt hlut í Búnaðarbankanum í gegnum Eglu. Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við Háskóla Íslands hefur fullyrt að hann hafi undir höndum gögn sem sanni að það hafi verið útilokað að þýski bankinn hafi átt helmingshlut í Eglu, en aðild bankans var ein af forsendunum fyrir því að S-hópurinn svokallaði, sem Egla var hluti af, fékk að kaupa Búnaðarbankann árið 2003. Vilhjálmur afhenti ríkisendurskoðanda þessi gögn og heyrði uppá stofnunina að leggja á það mat hvort aðild þýska bankans hafi verið yfirvarp - eða að hann hafi verið einskonar leppur í einkavæðingarferlinu. Þetta mat er birt í dag í formi svars tiil fjárlaganefndar þingsins. Það er ekki mikið fjallað um málið í svari Ríkisendurskoðunar en vísað í skjöl sem stofnunin hefur aflað sér, meðal annars fjölda gagna frá Eglu. Eins er vísað til svars frá þýska bankanum um færslu á þessum eignarhlut í bækur félagsins og staðfestingar þar um hjá þýsku endurskoðunarfirma bankans. Tilgreint er jafnframt að þýski bankinn hafi ekki talið þörf á því að tilgreina þessi kaup til þýska fjármálaeftirlitsins þar sem lagaskylda hafi ekki kallað á slíkt. Einnig var leitað álits Stefáns Svavarssonar, löggilts endurskoðanda og dósents við Háskólann í Reykjavík um það hvort lesa mætti útúr reikningsskilum þýska bankans að hann hafi EKKI fjárfest í Eglu. Niðurstaða Stefáns er að reikningsskilin sýni það ekki - en heldur ekki að vísu að bankinn hafi í reynd eignast þennan hlut. Ríkisendurskoðun telur litla ástæðu til að reifa málið ofaní kjölinn en vísar til fylgiskjala og kemst þeirri niðurstöðu að: "....ekkert nýtt hafi verið lagt fram í málinu, sem stutt geti hinar víðtæku ályktanir, er Vilhjálmur hefur dregið af gögnum þeim, sem hann hefur lagt fram og þeim óformlegu upplýsingum, sem hann kveðst búa yfir. Þvert á móti þykja liggja fyrir óyggjandi upplýsingar og gögn um hið gagnstæða". Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Ríkisendurskoðun telur sig hafa fengið óyggjandi upplýsingar og gögn sem hreki fullyrðingar Vilhjálms Bjarnasonar um að þýski bankinn Hauch & Afhauser hafi ekki getað átt hlut í Búnaðarbankanum í gegnum Eglu. Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við Háskóla Íslands hefur fullyrt að hann hafi undir höndum gögn sem sanni að það hafi verið útilokað að þýski bankinn hafi átt helmingshlut í Eglu, en aðild bankans var ein af forsendunum fyrir því að S-hópurinn svokallaði, sem Egla var hluti af, fékk að kaupa Búnaðarbankann árið 2003. Vilhjálmur afhenti ríkisendurskoðanda þessi gögn og heyrði uppá stofnunina að leggja á það mat hvort aðild þýska bankans hafi verið yfirvarp - eða að hann hafi verið einskonar leppur í einkavæðingarferlinu. Þetta mat er birt í dag í formi svars tiil fjárlaganefndar þingsins. Það er ekki mikið fjallað um málið í svari Ríkisendurskoðunar en vísað í skjöl sem stofnunin hefur aflað sér, meðal annars fjölda gagna frá Eglu. Eins er vísað til svars frá þýska bankanum um færslu á þessum eignarhlut í bækur félagsins og staðfestingar þar um hjá þýsku endurskoðunarfirma bankans. Tilgreint er jafnframt að þýski bankinn hafi ekki talið þörf á því að tilgreina þessi kaup til þýska fjármálaeftirlitsins þar sem lagaskylda hafi ekki kallað á slíkt. Einnig var leitað álits Stefáns Svavarssonar, löggilts endurskoðanda og dósents við Háskólann í Reykjavík um það hvort lesa mætti útúr reikningsskilum þýska bankans að hann hafi EKKI fjárfest í Eglu. Niðurstaða Stefáns er að reikningsskilin sýni það ekki - en heldur ekki að vísu að bankinn hafi í reynd eignast þennan hlut. Ríkisendurskoðun telur litla ástæðu til að reifa málið ofaní kjölinn en vísar til fylgiskjala og kemst þeirri niðurstöðu að: "....ekkert nýtt hafi verið lagt fram í málinu, sem stutt geti hinar víðtæku ályktanir, er Vilhjálmur hefur dregið af gögnum þeim, sem hann hefur lagt fram og þeim óformlegu upplýsingum, sem hann kveðst búa yfir. Þvert á móti þykja liggja fyrir óyggjandi upplýsingar og gögn um hið gagnstæða".
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira