Lífeyrisgreiðslurnar tvöfaldast 4. apríl 2006 12:45 Lífeyrisgreiðslur lífeyrissjóðanna til hvers lífeyrisþega eiga eftir að tvöfaldast á næstu þremur áratugunum, samkvæmt nýrri skýrslu sem unnin var fyrir Samtök atvinnulífsins. Heildargreiðslur sjóðanna eiga eftir að fimmfaldast á sama tímabili.Samtök atvinnulífsins kynntu í morgun skýrslu sem þau létu vinna fyrir sig um stöðu og framtíðarþróun lífeyrissjóðakerfisins. Samkvæmt henni er mikilla breytinga að vænta á lífeyrissjóðakerfinu, hvort tveggja í uppbyggingu þess og hvaða áhrif það hefur á pyngju lífeyrisþega. Skýrsluhöfundar gera ráð fyrir að lífeyrissjóðum fækki verulega. Þeir voru 48 talsins í árslok 2004 og tóku 38 þeirra við iðgjöldum en gangi spár skýrsluhöfunda eftir verða lífeyrissjóðirnir ekki fleiri en fjórir eða fimm innan nokkurra ára.Það er ekki aðeins fjöldi lífeyrissjóða sem á eftir að breytast heldur á hlutur þeirra í lífeyrisgreiðslum eftir að aukast mjög mikið og yfirgnæfa Tryggingastofnun ríkisins. Þannig er því spáð að ellilífeyrisgreiðslur úr sjóðunum eigi eftir að fara úr 21 milljarði króna á síðasta ári í tæpa hundrað milljarða króna árið 2040. Á sama tíma fellur hlutdeild Tryggingastofnunar úr nær helmingi ellilífeyrisgreiðslna í fjórðung þeirra. Samhliða þessu á meðalellilífeyrir landsmanna eftir að hækka mjög. Nú er gert ráð fyrir að hann nemi 80 þúsund krónum á mánuði að meðaltali hjá hverjum nýjum ellilífeyrisþega en hann á eftir að tvöfaldast á næstu rúmlega þrjátíu árum og verður rúmlega 160 þúsund krónur árið 2040. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Lífeyrisgreiðslur lífeyrissjóðanna til hvers lífeyrisþega eiga eftir að tvöfaldast á næstu þremur áratugunum, samkvæmt nýrri skýrslu sem unnin var fyrir Samtök atvinnulífsins. Heildargreiðslur sjóðanna eiga eftir að fimmfaldast á sama tímabili.Samtök atvinnulífsins kynntu í morgun skýrslu sem þau létu vinna fyrir sig um stöðu og framtíðarþróun lífeyrissjóðakerfisins. Samkvæmt henni er mikilla breytinga að vænta á lífeyrissjóðakerfinu, hvort tveggja í uppbyggingu þess og hvaða áhrif það hefur á pyngju lífeyrisþega. Skýrsluhöfundar gera ráð fyrir að lífeyrissjóðum fækki verulega. Þeir voru 48 talsins í árslok 2004 og tóku 38 þeirra við iðgjöldum en gangi spár skýrsluhöfunda eftir verða lífeyrissjóðirnir ekki fleiri en fjórir eða fimm innan nokkurra ára.Það er ekki aðeins fjöldi lífeyrissjóða sem á eftir að breytast heldur á hlutur þeirra í lífeyrisgreiðslum eftir að aukast mjög mikið og yfirgnæfa Tryggingastofnun ríkisins. Þannig er því spáð að ellilífeyrisgreiðslur úr sjóðunum eigi eftir að fara úr 21 milljarði króna á síðasta ári í tæpa hundrað milljarða króna árið 2040. Á sama tíma fellur hlutdeild Tryggingastofnunar úr nær helmingi ellilífeyrisgreiðslna í fjórðung þeirra. Samhliða þessu á meðalellilífeyrir landsmanna eftir að hækka mjög. Nú er gert ráð fyrir að hann nemi 80 þúsund krónum á mánuði að meðaltali hjá hverjum nýjum ellilífeyrisþega en hann á eftir að tvöfaldast á næstu rúmlega þrjátíu árum og verður rúmlega 160 þúsund krónur árið 2040.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira