Mótmælaaðgerðir ófaglærðra geti breiðst út um landið 4. apríl 2006 22:00 Forsvarsmenn Starfsgreinasambandsins segja að vel geti farið svo að ófaglært starfsfólk á heilbrigðisstofnunum úti á landi grípi til mótmælaaðgerða eins og setuverkfalls til að knýja á um bætt kjör. Fundað verður með heilbrigðisráðherra í fyrramálið vegna stöðunnar. Ófaglærðir starfsmenn á átta elliheimilum á suðvesturhorninu gripu til setuverkfalls í síðustu viku til þess að vekja athygli á bágum kjörum sínum. Þeir hafa boðað til sams konar verkfalls síðar í þessari viku ef ekki verður komið til móts við kröfur þeirra um sömu laun og fólk fær í sambærilegum störfum hjá sveitarfélögunum. Þá hafa forsvarsmenn verkalýðsfélaga bent á að við blasi flótti úr störfum á stofnunum ef ekkert verði að gert. Forsvarsmenn Starfsgreinasambandsins hafa leitað eftir viðræðum við yfirvöld vegna málsins og hafa fengið fund með heilbrigðsiráðherra. Signý Jóhannesdóttir, sviðsstjóri opinberra starfsmanna hjá Starfsgreinasambandinu, bendir á að munur á launum þeirra sem vinni við umönnun, matseld og ræstingar hjá ríkinu annars vegar og hjá sveitarfélögunum hins vegar geti numið allt að fjörutíu þúsund krónum. Þá segir hún erfiðleika við að manna stöður á heilbrigðisstofnunum ekki bara bundna við elliheimili á höfuðborgarsvæðinu. Starfsgreinasambandið hafi áhyggjur af því að mótmælaaðgerðir geti breiðst út um landið því samanburðurinn á launum sé sá sami, sama hvort menn starfi á höfuðborgarsvæðinu eða annars staðar. Signý segir þó ófaglærða starfsmenn úti á landi eiga minni möguleika á að hverfa til annarra starfa en þá á höfuðborgarsvæðinu. Aðspurð hvort hún eigi von á góðum viðbrögðum frá heilbrigðisráðherra segist Signý ekkert geta sagt til um það. Ef menn vilji leysa vandann verði það ekki gert nema með sameiginlegu átaki í því að færa fjármuni inn í stofnanasamninga sem séu tómir eins og staðan sé í dag. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira
Forsvarsmenn Starfsgreinasambandsins segja að vel geti farið svo að ófaglært starfsfólk á heilbrigðisstofnunum úti á landi grípi til mótmælaaðgerða eins og setuverkfalls til að knýja á um bætt kjör. Fundað verður með heilbrigðisráðherra í fyrramálið vegna stöðunnar. Ófaglærðir starfsmenn á átta elliheimilum á suðvesturhorninu gripu til setuverkfalls í síðustu viku til þess að vekja athygli á bágum kjörum sínum. Þeir hafa boðað til sams konar verkfalls síðar í þessari viku ef ekki verður komið til móts við kröfur þeirra um sömu laun og fólk fær í sambærilegum störfum hjá sveitarfélögunum. Þá hafa forsvarsmenn verkalýðsfélaga bent á að við blasi flótti úr störfum á stofnunum ef ekkert verði að gert. Forsvarsmenn Starfsgreinasambandsins hafa leitað eftir viðræðum við yfirvöld vegna málsins og hafa fengið fund með heilbrigðsiráðherra. Signý Jóhannesdóttir, sviðsstjóri opinberra starfsmanna hjá Starfsgreinasambandinu, bendir á að munur á launum þeirra sem vinni við umönnun, matseld og ræstingar hjá ríkinu annars vegar og hjá sveitarfélögunum hins vegar geti numið allt að fjörutíu þúsund krónum. Þá segir hún erfiðleika við að manna stöður á heilbrigðisstofnunum ekki bara bundna við elliheimili á höfuðborgarsvæðinu. Starfsgreinasambandið hafi áhyggjur af því að mótmælaaðgerðir geti breiðst út um landið því samanburðurinn á launum sé sá sami, sama hvort menn starfi á höfuðborgarsvæðinu eða annars staðar. Signý segir þó ófaglærða starfsmenn úti á landi eiga minni möguleika á að hverfa til annarra starfa en þá á höfuðborgarsvæðinu. Aðspurð hvort hún eigi von á góðum viðbrögðum frá heilbrigðisráðherra segist Signý ekkert geta sagt til um það. Ef menn vilji leysa vandann verði það ekki gert nema með sameiginlegu átaki í því að færa fjármuni inn í stofnanasamninga sem séu tómir eins og staðan sé í dag.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira