Viðskipti erlent

Gengi bréfa hækkaði í Taílandi

Taílenskur verðbréfasali við skjá sem sýnir breytingar á gengi bréfa í landinu.
Taílenskur verðbréfasali við skjá sem sýnir breytingar á gengi bréfa í landinu. Mynd/AFP

Hlutabréfavísitalan í Taílandi hækkaði um tæpt 3,1 prósent eftir að Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra landsins, tilkynnti í gær að hann ætli að segja af sér. Hann lét hann af embætti í morgun. Vísitalan hefur hækkað um 7 prósent á árinu og hefur ekki verið hærri síðan í janúar 2004.

Gengi bréfa í orku- og byggingafyrirtækjum hefur hækkað mest, eða um rúm 6 prósent.

Shinawatra hefur átt farsældum að fagna í viðskiptalífinu en varð fyrir harðri gagnrýni eftir að fjölskylda hans ákvað að selja öll hlutabréf sín í stærsta fjarskiptafyrirtæki Taílands, Shin Corp. fyrir 1,9 milljarða Bandaríkjadala., stærsta fjarskiptafyrirtæki Taílands. Var fjölskyldan sökuð um að hafa nýtt sér ítök forsætisráðherrans fyrrverandi og ætli að koma sér undan að greiða skatt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×