Viðskipti erlent

Olíuverð fór yfir 67 dollara

Mynd/AFP

Olíuverð fór yfir 67 Bandaríkjadali á tunnu á helstu mörkuðum í dag eftir að ríkisstjórn Bandaríkjanna greindi frá því að eldsneytisbirgðir í landinu hefðu minnkað.

Hráolía, sem afhent verður í maí, hækkaði um 47 sent á mörkuðum í New York í Bandaríkjunum og fór í 67,54 dollara á tunnu. Brent Norðursjávarolía hækkaði um 58 sent í kauphöllinni í Lundúnum í Bretlandi og fór í 67,68 dollara á tunnu.

Í vikulegri skýrslu bandaríska orkumálaráðuneytisins, sem birt var í gær, kom fram að eldsneytisbirgðir landsins hefðu dregist saman um 4,4 milljónir tunna í síðustu viku og nema þær nú 211,8 milljónum tunna.

Að sögn samtaka olíuframleiðenda hefur óvissuástand í Nígeríu og Venesúela, sem eru stærstu olíuframleiðsluríkin utan Miðausturlanda, orðið þess valdandi að olíuframleiðsla dróst saman um 500.000 tunnur af hráolíu á dag á fyrsta ársfjórðungi 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×