Tiger Woods er heimskur 12. apríl 2006 07:10 Segja má að kylfingurinn Tiger Woods eigi undir högg að sækja þessa dagana vegna óheppilegra ummæla sinna um púttin á Masters-mótinu um síðustu helgi NordicPhotos/GettyImages Íþróttakonan Tanni Grey Thompson frá Wales vandar Tiger Woods ekki kveðjurnar í viðtali við BBC í dag, þar sem hún fordæmir orð sem Woods lét falla þegar hann lýsti lélegum púttum sínum á Masters um helgina og kallaði þau "spastísk." Thompson segir að Woods sé heimskingi að láta annað eins út úr sér og er ekkert á þeim buxunum að fyrirgefa kylfingnum knáa þó hann hafi strax beðist afsökunar á orðum sínum. Thompson er sjálf fötluð og hefur meðal annars unnið sér það til frægðar að vinna til 11 Ólympíugulla í hjólastólaralli og þá hefur hún 6 sinnum sigrað í hjólastólaflokki London-maraþoninu - síðast árið 2002 þegar hún var nýbúin að eignast barn. "Þetta var óneitanlega dálítið heimskulegt af honum að missa svona lagað út úr sér og yfir höfuð heimskulegt að segja svona nokkuð," sagði Thompson, en umdeilt orðfæri kylfingsins fór ansi víða í beinni útsendingu í bæði útvarpi og sjónvarpi. "Hvað með öll börnin sem eru að hlusta á hann og reyna kannski að tileinka sér orðaforða hans? Ætli börnunum finnist ekki allt í lagi að nota svona orð ef sjálfur Tiger Woods talar svona? Maður hélt að hann væri ekki eins og einn af þessum ruddalegu knattspyrnumönnum sem drekka og stunda fjárhættuspil," sagði Thompson, en bætti við að líklega hefði Woods ekki ætlað sér að særa neinn með orðum sínum. "Ég hugsa að það hafi nú ekki verið ætlunin hjá honum að særa neinn, en ég er alveg handviss um að hann lætur ekkert svona lagað út úr sér aftur," sagði Thompson. Talsmaður Woods hefur gefið út yfirlýsingu og sagt að kylfingurinn biðjist afsökunar á því ef hann hafi valdið særindum með orðum sínum og segir það alls ekki hafa verið á dagskránni hjá sér. Erlendar Golf Íþróttir Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar Sjá meira
Íþróttakonan Tanni Grey Thompson frá Wales vandar Tiger Woods ekki kveðjurnar í viðtali við BBC í dag, þar sem hún fordæmir orð sem Woods lét falla þegar hann lýsti lélegum púttum sínum á Masters um helgina og kallaði þau "spastísk." Thompson segir að Woods sé heimskingi að láta annað eins út úr sér og er ekkert á þeim buxunum að fyrirgefa kylfingnum knáa þó hann hafi strax beðist afsökunar á orðum sínum. Thompson er sjálf fötluð og hefur meðal annars unnið sér það til frægðar að vinna til 11 Ólympíugulla í hjólastólaralli og þá hefur hún 6 sinnum sigrað í hjólastólaflokki London-maraþoninu - síðast árið 2002 þegar hún var nýbúin að eignast barn. "Þetta var óneitanlega dálítið heimskulegt af honum að missa svona lagað út úr sér og yfir höfuð heimskulegt að segja svona nokkuð," sagði Thompson, en umdeilt orðfæri kylfingsins fór ansi víða í beinni útsendingu í bæði útvarpi og sjónvarpi. "Hvað með öll börnin sem eru að hlusta á hann og reyna kannski að tileinka sér orðaforða hans? Ætli börnunum finnist ekki allt í lagi að nota svona orð ef sjálfur Tiger Woods talar svona? Maður hélt að hann væri ekki eins og einn af þessum ruddalegu knattspyrnumönnum sem drekka og stunda fjárhættuspil," sagði Thompson, en bætti við að líklega hefði Woods ekki ætlað sér að særa neinn með orðum sínum. "Ég hugsa að það hafi nú ekki verið ætlunin hjá honum að særa neinn, en ég er alveg handviss um að hann lætur ekkert svona lagað út úr sér aftur," sagði Thompson. Talsmaður Woods hefur gefið út yfirlýsingu og sagt að kylfingurinn biðjist afsökunar á því ef hann hafi valdið særindum með orðum sínum og segir það alls ekki hafa verið á dagskránni hjá sér.
Erlendar Golf Íþróttir Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar Sjá meira