Ungt fólk bjartsýnt á framtíðina 18. apríl 2006 19:00 Ungt fólk á Íslandi er upp til hópa bjartsýnt á framtíðarhorfur sínar í heimi hnattvæðingar og alþjóðlegrar samkeppni, ef marka má niðurstöður könnunar sem Samtök atvinnulífsins létu gera á dögunum. Liðlega átta af hverjum tíu hugnast betur að starfa hjá einkafyrirtæki en hinu opinbera og þá eru jeppar og einkaþotur þau farartæki sem ungmennum hugnast einna best. Samtök atvinnulífsins létu um mánaðamótin síðustu gera könnun meðal 19-20 ára Íslendinga um framtíðaráform þeirra og viðhorf til hnattvæðingar, alþjóðlegrar samkeppni og samkeppnishæfni Íslands. Í ljós kom að 78 prósent ungmennanna vilja helst starfa hjá einkafyrirtæki í framtíðinni, þar af um 37 prósent sem eigin herrar. Samtök atvinnulífsins telja þetta vott um mikinn frumkvöðlaanda hér á landi en þá vaknar sú spurning hvernig eigi að beisla hann. Gústaf Adolf Skúlason, fostöðumaður stefnumótunar- og samskiptasviðs hjá SA, segir að það megi gera með því að halda áfram að fela einkageiranum sem mest af þeirri þjónustu sem ríki og sveitarfélög veita núna. Þarna sjái krakkarnir sín tækifæri.Mikill meirihluti ungmenna, eða 81 prósent, telur hnattvæðingu og alþjóðlega samkeppni hafa góð áhrif á tækifæri sín í framtíðinni því verður að teljast ólíklegt að ungmenni hér á landi grípi til mótmæla gegn hnattvæðingunni eins og gerst hefur víða í Evrópu.Þá vekur það athygli að um helmingi þeirra ungmenna sem tók afstöðu í könnuninni telur jeppa besta farartækið. Þar á eftir koma góðir skór og einkaþota, en einn af hverjum átta á sér þann draum að ferðast um í slíku lúxusfarartæki. Einungis átta prósent nefna hins vegar reiðhjól. Aðspurður hvort verið sé að ala upp nýja Björgólfa Thora hér á landi segir Gústaf að vonandi sé svo. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Ungt fólk á Íslandi er upp til hópa bjartsýnt á framtíðarhorfur sínar í heimi hnattvæðingar og alþjóðlegrar samkeppni, ef marka má niðurstöður könnunar sem Samtök atvinnulífsins létu gera á dögunum. Liðlega átta af hverjum tíu hugnast betur að starfa hjá einkafyrirtæki en hinu opinbera og þá eru jeppar og einkaþotur þau farartæki sem ungmennum hugnast einna best. Samtök atvinnulífsins létu um mánaðamótin síðustu gera könnun meðal 19-20 ára Íslendinga um framtíðaráform þeirra og viðhorf til hnattvæðingar, alþjóðlegrar samkeppni og samkeppnishæfni Íslands. Í ljós kom að 78 prósent ungmennanna vilja helst starfa hjá einkafyrirtæki í framtíðinni, þar af um 37 prósent sem eigin herrar. Samtök atvinnulífsins telja þetta vott um mikinn frumkvöðlaanda hér á landi en þá vaknar sú spurning hvernig eigi að beisla hann. Gústaf Adolf Skúlason, fostöðumaður stefnumótunar- og samskiptasviðs hjá SA, segir að það megi gera með því að halda áfram að fela einkageiranum sem mest af þeirri þjónustu sem ríki og sveitarfélög veita núna. Þarna sjái krakkarnir sín tækifæri.Mikill meirihluti ungmenna, eða 81 prósent, telur hnattvæðingu og alþjóðlega samkeppni hafa góð áhrif á tækifæri sín í framtíðinni því verður að teljast ólíklegt að ungmenni hér á landi grípi til mótmæla gegn hnattvæðingunni eins og gerst hefur víða í Evrópu.Þá vekur það athygli að um helmingi þeirra ungmenna sem tók afstöðu í könnuninni telur jeppa besta farartækið. Þar á eftir koma góðir skór og einkaþota, en einn af hverjum átta á sér þann draum að ferðast um í slíku lúxusfarartæki. Einungis átta prósent nefna hins vegar reiðhjól. Aðspurður hvort verið sé að ala upp nýja Björgólfa Thora hér á landi segir Gústaf að vonandi sé svo.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira