Samningafundur í dag ráði miklu um framhaldið 25. apríl 2006 12:45 Samningafundur í kjaradeilu starfsmanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum, sem hefst klukkan eitt í dag, ræður miklu um framhaldið og hvort til setuverkfalls og jafnvel uppsagna starfsmanna kemur. Formaður Eflingar er ekki bjartsýnn eftir að deilan hljóp í hnút á fundi í gærkvöldi. Samninganefndir Eflingar og Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónstu hafa undanfarna daga fundað og reynt að leysa kjaradeilu ófaglærðra starfsmanna á dvalarheimilum aldraðra. Kröfur starfsmanna eru sambærileg laun og fólk fær hjá sveitarfélögunum fyrir sambærileg störf en þar getur munað allt að 30 þúsund krónum á mánuði. Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segir að það hafi kveðið við jákvæðan tón á fundi á föstudag en fundurinn í gær hafi verið skref aftur á bak að hans mati. Hann segir ekki deilt um tölur heldur hvenær hækkanir komi til framkvæmda. Efling vilji að þær komi til framkvæmda strax eða á mjög afmörkuðum tíma en það hafi viðsemjendur þeirra ekki viljað fallast á. Sigurður er ekki bjartsýnn og segir að forsvarsmenn dvalarheimilanna verði að gera sér grein fyrir alvarleika málsins. Dagurinn í dag ráði miklu um framhaldið. Hann hafi tilfinningu fyrir því að ef menn nái ekki að leysa hlutina í dag þá sé hætta á að það slitni upp úr viðræðunum. Aðspurður segir hann að þá blasi við setuverkfall og fjöldauppsagnir sem starfsmenn hafi boðað. Jóhann Árnason, formaður Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisrekstri, tekur undir það að málin skýrist væntanlega í dag og hann vonar að samningar náist áður en að setuverkfall skellur á á miðnætti á fimmtudag. Að sögn Álfheiðar Bjarnadóttur, talsmanns starfsmanna, eru einhverjir þegar farnir að huga að uppsögnum en starfsmenn ætla að hittast á fimmtudag áður en að boðað setuverkfall skellur á og ræða málin ef ekki hefur verið samið þá. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Samningafundur í kjaradeilu starfsmanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum, sem hefst klukkan eitt í dag, ræður miklu um framhaldið og hvort til setuverkfalls og jafnvel uppsagna starfsmanna kemur. Formaður Eflingar er ekki bjartsýnn eftir að deilan hljóp í hnút á fundi í gærkvöldi. Samninganefndir Eflingar og Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónstu hafa undanfarna daga fundað og reynt að leysa kjaradeilu ófaglærðra starfsmanna á dvalarheimilum aldraðra. Kröfur starfsmanna eru sambærileg laun og fólk fær hjá sveitarfélögunum fyrir sambærileg störf en þar getur munað allt að 30 þúsund krónum á mánuði. Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segir að það hafi kveðið við jákvæðan tón á fundi á föstudag en fundurinn í gær hafi verið skref aftur á bak að hans mati. Hann segir ekki deilt um tölur heldur hvenær hækkanir komi til framkvæmda. Efling vilji að þær komi til framkvæmda strax eða á mjög afmörkuðum tíma en það hafi viðsemjendur þeirra ekki viljað fallast á. Sigurður er ekki bjartsýnn og segir að forsvarsmenn dvalarheimilanna verði að gera sér grein fyrir alvarleika málsins. Dagurinn í dag ráði miklu um framhaldið. Hann hafi tilfinningu fyrir því að ef menn nái ekki að leysa hlutina í dag þá sé hætta á að það slitni upp úr viðræðunum. Aðspurður segir hann að þá blasi við setuverkfall og fjöldauppsagnir sem starfsmenn hafi boðað. Jóhann Árnason, formaður Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisrekstri, tekur undir það að málin skýrist væntanlega í dag og hann vonar að samningar náist áður en að setuverkfall skellur á á miðnætti á fimmtudag. Að sögn Álfheiðar Bjarnadóttur, talsmanns starfsmanna, eru einhverjir þegar farnir að huga að uppsögnum en starfsmenn ætla að hittast á fimmtudag áður en að boðað setuverkfall skellur á og ræða málin ef ekki hefur verið samið þá.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira