Samningafundur í dag ráði miklu um framhaldið 25. apríl 2006 12:45 Samningafundur í kjaradeilu starfsmanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum, sem hefst klukkan eitt í dag, ræður miklu um framhaldið og hvort til setuverkfalls og jafnvel uppsagna starfsmanna kemur. Formaður Eflingar er ekki bjartsýnn eftir að deilan hljóp í hnút á fundi í gærkvöldi. Samninganefndir Eflingar og Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónstu hafa undanfarna daga fundað og reynt að leysa kjaradeilu ófaglærðra starfsmanna á dvalarheimilum aldraðra. Kröfur starfsmanna eru sambærileg laun og fólk fær hjá sveitarfélögunum fyrir sambærileg störf en þar getur munað allt að 30 þúsund krónum á mánuði. Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segir að það hafi kveðið við jákvæðan tón á fundi á föstudag en fundurinn í gær hafi verið skref aftur á bak að hans mati. Hann segir ekki deilt um tölur heldur hvenær hækkanir komi til framkvæmda. Efling vilji að þær komi til framkvæmda strax eða á mjög afmörkuðum tíma en það hafi viðsemjendur þeirra ekki viljað fallast á. Sigurður er ekki bjartsýnn og segir að forsvarsmenn dvalarheimilanna verði að gera sér grein fyrir alvarleika málsins. Dagurinn í dag ráði miklu um framhaldið. Hann hafi tilfinningu fyrir því að ef menn nái ekki að leysa hlutina í dag þá sé hætta á að það slitni upp úr viðræðunum. Aðspurður segir hann að þá blasi við setuverkfall og fjöldauppsagnir sem starfsmenn hafi boðað. Jóhann Árnason, formaður Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisrekstri, tekur undir það að málin skýrist væntanlega í dag og hann vonar að samningar náist áður en að setuverkfall skellur á á miðnætti á fimmtudag. Að sögn Álfheiðar Bjarnadóttur, talsmanns starfsmanna, eru einhverjir þegar farnir að huga að uppsögnum en starfsmenn ætla að hittast á fimmtudag áður en að boðað setuverkfall skellur á og ræða málin ef ekki hefur verið samið þá. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Samningafundur í kjaradeilu starfsmanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum, sem hefst klukkan eitt í dag, ræður miklu um framhaldið og hvort til setuverkfalls og jafnvel uppsagna starfsmanna kemur. Formaður Eflingar er ekki bjartsýnn eftir að deilan hljóp í hnút á fundi í gærkvöldi. Samninganefndir Eflingar og Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónstu hafa undanfarna daga fundað og reynt að leysa kjaradeilu ófaglærðra starfsmanna á dvalarheimilum aldraðra. Kröfur starfsmanna eru sambærileg laun og fólk fær hjá sveitarfélögunum fyrir sambærileg störf en þar getur munað allt að 30 þúsund krónum á mánuði. Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segir að það hafi kveðið við jákvæðan tón á fundi á föstudag en fundurinn í gær hafi verið skref aftur á bak að hans mati. Hann segir ekki deilt um tölur heldur hvenær hækkanir komi til framkvæmda. Efling vilji að þær komi til framkvæmda strax eða á mjög afmörkuðum tíma en það hafi viðsemjendur þeirra ekki viljað fallast á. Sigurður er ekki bjartsýnn og segir að forsvarsmenn dvalarheimilanna verði að gera sér grein fyrir alvarleika málsins. Dagurinn í dag ráði miklu um framhaldið. Hann hafi tilfinningu fyrir því að ef menn nái ekki að leysa hlutina í dag þá sé hætta á að það slitni upp úr viðræðunum. Aðspurður segir hann að þá blasi við setuverkfall og fjöldauppsagnir sem starfsmenn hafi boðað. Jóhann Árnason, formaður Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisrekstri, tekur undir það að málin skýrist væntanlega í dag og hann vonar að samningar náist áður en að setuverkfall skellur á á miðnætti á fimmtudag. Að sögn Álfheiðar Bjarnadóttur, talsmanns starfsmanna, eru einhverjir þegar farnir að huga að uppsögnum en starfsmenn ætla að hittast á fimmtudag áður en að boðað setuverkfall skellur á og ræða málin ef ekki hefur verið samið þá.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira