Samningafundur í dag ráði miklu um framhaldið 25. apríl 2006 12:45 Samningafundur í kjaradeilu starfsmanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum, sem hefst klukkan eitt í dag, ræður miklu um framhaldið og hvort til setuverkfalls og jafnvel uppsagna starfsmanna kemur. Formaður Eflingar er ekki bjartsýnn eftir að deilan hljóp í hnút á fundi í gærkvöldi. Samninganefndir Eflingar og Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónstu hafa undanfarna daga fundað og reynt að leysa kjaradeilu ófaglærðra starfsmanna á dvalarheimilum aldraðra. Kröfur starfsmanna eru sambærileg laun og fólk fær hjá sveitarfélögunum fyrir sambærileg störf en þar getur munað allt að 30 þúsund krónum á mánuði. Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segir að það hafi kveðið við jákvæðan tón á fundi á föstudag en fundurinn í gær hafi verið skref aftur á bak að hans mati. Hann segir ekki deilt um tölur heldur hvenær hækkanir komi til framkvæmda. Efling vilji að þær komi til framkvæmda strax eða á mjög afmörkuðum tíma en það hafi viðsemjendur þeirra ekki viljað fallast á. Sigurður er ekki bjartsýnn og segir að forsvarsmenn dvalarheimilanna verði að gera sér grein fyrir alvarleika málsins. Dagurinn í dag ráði miklu um framhaldið. Hann hafi tilfinningu fyrir því að ef menn nái ekki að leysa hlutina í dag þá sé hætta á að það slitni upp úr viðræðunum. Aðspurður segir hann að þá blasi við setuverkfall og fjöldauppsagnir sem starfsmenn hafi boðað. Jóhann Árnason, formaður Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisrekstri, tekur undir það að málin skýrist væntanlega í dag og hann vonar að samningar náist áður en að setuverkfall skellur á á miðnætti á fimmtudag. Að sögn Álfheiðar Bjarnadóttur, talsmanns starfsmanna, eru einhverjir þegar farnir að huga að uppsögnum en starfsmenn ætla að hittast á fimmtudag áður en að boðað setuverkfall skellur á og ræða málin ef ekki hefur verið samið þá. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Samningafundur í kjaradeilu starfsmanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum, sem hefst klukkan eitt í dag, ræður miklu um framhaldið og hvort til setuverkfalls og jafnvel uppsagna starfsmanna kemur. Formaður Eflingar er ekki bjartsýnn eftir að deilan hljóp í hnút á fundi í gærkvöldi. Samninganefndir Eflingar og Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónstu hafa undanfarna daga fundað og reynt að leysa kjaradeilu ófaglærðra starfsmanna á dvalarheimilum aldraðra. Kröfur starfsmanna eru sambærileg laun og fólk fær hjá sveitarfélögunum fyrir sambærileg störf en þar getur munað allt að 30 þúsund krónum á mánuði. Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segir að það hafi kveðið við jákvæðan tón á fundi á föstudag en fundurinn í gær hafi verið skref aftur á bak að hans mati. Hann segir ekki deilt um tölur heldur hvenær hækkanir komi til framkvæmda. Efling vilji að þær komi til framkvæmda strax eða á mjög afmörkuðum tíma en það hafi viðsemjendur þeirra ekki viljað fallast á. Sigurður er ekki bjartsýnn og segir að forsvarsmenn dvalarheimilanna verði að gera sér grein fyrir alvarleika málsins. Dagurinn í dag ráði miklu um framhaldið. Hann hafi tilfinningu fyrir því að ef menn nái ekki að leysa hlutina í dag þá sé hætta á að það slitni upp úr viðræðunum. Aðspurður segir hann að þá blasi við setuverkfall og fjöldauppsagnir sem starfsmenn hafi boðað. Jóhann Árnason, formaður Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisrekstri, tekur undir það að málin skýrist væntanlega í dag og hann vonar að samningar náist áður en að setuverkfall skellur á á miðnætti á fimmtudag. Að sögn Álfheiðar Bjarnadóttur, talsmanns starfsmanna, eru einhverjir þegar farnir að huga að uppsögnum en starfsmenn ætla að hittast á fimmtudag áður en að boðað setuverkfall skellur á og ræða málin ef ekki hefur verið samið þá.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira