Vinnubrögð meirihlutans algjörlega óviðunandi 28. apríl 2006 13:46 MYND/Valgarður Gís Vinnubrögð meirihlutans í Kópavogi í málefnum Gustssvæðisins eru algjörlega óviðunandi að mati Samfylkingarmanna í bænum. Kópavogsbær hefur ákveðið að ganga til viðræðna við stjórnarmenn Gusts um að taka yfir kauptilboð þeirra á hesthúsum á svæðinu.Forsaga málsins er sú að í ágúst í fyrra hófu fjárfestar að kaupa upp hesthús á Gustssvæðinu sem svo er kallað og fyrr en varði áttu þeir um 40 prósent húsanna. Svæði Gusts í Kópavogi verður sífellt verðmætara enda á góðum stað í bænum eins og sjá má á þessu korti. Svæðið er nærri íbúðabyggð og stærstu verslunarmiðstöð landsins, Smáralind. Kaup fjármálamannanna á hesthúsunum olli hestamönnum talsverðum ótta og þótti þeim sem framtíð sinni væri ógnað þar sem ekki var gert ráð fyrir nýjum hesthúsum í Kópavogi og líklegt að nýju eigendurnir hefðu aðra fyrirætlan með lóðir svæðisins en að þar skyldi vera hesthúsabyggð. Því gengu stjórnarmenn Gusts að samningarborðinu með fjármálamönnunum og gerðu kauptilboð í húsin. Nú vilja þeir að Kópavogsbær taki yfir kauptilboðin og í gær samþykkti bæjarráð að ganga til viðræðna við þá. Samfylkingarmenn eru afar óhressir með vinnubrögð bæjarráðs og telja þau algjörlega óviðunandi. Hafsteinn Karlsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar í Kópavogi segir að menn séu að græða hundruð milljóna á því sem hann kallar braski með fasteignir. Hann segir algerlega óeðlilegt að stjórnarmenn Gusts geti gefið bæjarfélaginu ákveðinn frest til að ganga að tilboðinu eða ekki og að svona vinnubrögð eigi ekki að líðast. Hann segir bæjarstjórann í Kópavogi algerlega vanhæfann í málinu þar sem kona hans eigi nokkur hesthús á svæðinu og hreint með ólíkindum að hann hafi haft sig frammi í málinu. Hann segir Samfylkinguna vilja leysa vanda hestamanna með því að reisa nýja hesthúsabyggð. Það sé eðlilegur framgangur svona mála. Fréttir Hestar Innlent Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Vinnubrögð meirihlutans í Kópavogi í málefnum Gustssvæðisins eru algjörlega óviðunandi að mati Samfylkingarmanna í bænum. Kópavogsbær hefur ákveðið að ganga til viðræðna við stjórnarmenn Gusts um að taka yfir kauptilboð þeirra á hesthúsum á svæðinu.Forsaga málsins er sú að í ágúst í fyrra hófu fjárfestar að kaupa upp hesthús á Gustssvæðinu sem svo er kallað og fyrr en varði áttu þeir um 40 prósent húsanna. Svæði Gusts í Kópavogi verður sífellt verðmætara enda á góðum stað í bænum eins og sjá má á þessu korti. Svæðið er nærri íbúðabyggð og stærstu verslunarmiðstöð landsins, Smáralind. Kaup fjármálamannanna á hesthúsunum olli hestamönnum talsverðum ótta og þótti þeim sem framtíð sinni væri ógnað þar sem ekki var gert ráð fyrir nýjum hesthúsum í Kópavogi og líklegt að nýju eigendurnir hefðu aðra fyrirætlan með lóðir svæðisins en að þar skyldi vera hesthúsabyggð. Því gengu stjórnarmenn Gusts að samningarborðinu með fjármálamönnunum og gerðu kauptilboð í húsin. Nú vilja þeir að Kópavogsbær taki yfir kauptilboðin og í gær samþykkti bæjarráð að ganga til viðræðna við þá. Samfylkingarmenn eru afar óhressir með vinnubrögð bæjarráðs og telja þau algjörlega óviðunandi. Hafsteinn Karlsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar í Kópavogi segir að menn séu að græða hundruð milljóna á því sem hann kallar braski með fasteignir. Hann segir algerlega óeðlilegt að stjórnarmenn Gusts geti gefið bæjarfélaginu ákveðinn frest til að ganga að tilboðinu eða ekki og að svona vinnubrögð eigi ekki að líðast. Hann segir bæjarstjórann í Kópavogi algerlega vanhæfann í málinu þar sem kona hans eigi nokkur hesthús á svæðinu og hreint með ólíkindum að hann hafi haft sig frammi í málinu. Hann segir Samfylkinguna vilja leysa vanda hestamanna með því að reisa nýja hesthúsabyggð. Það sé eðlilegur framgangur svona mála.
Fréttir Hestar Innlent Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira