Verðbólga á Írlandi 3,8 prósent 11. maí 2006 13:41 Verðbólga hækkaði um 0,3 prósentustig á milli mánaða og mældist 3,8 prósent á Írlandi í apríl. Hún hefur ekki verið jafn há síðastliðin þrjú ár, samkvæmt útreikningum írsku hagstofunnar. Helstu ástæður hækkunarinnar voru verðhækkanir á húsnæði og eldsneyti. Hækkunin kom hagfræðingum á óvart og kenndu stjórnarandstöðuflokkar ríkisstjórn landsins um aukna verðbólgu í landinu. Húsnæðis- og eldsneytisverð á Írlandi hefur hækkað um 13,2 prósent á síðastliðnum 12 mánuðum en helstu ástæður hækkunarinnar má m.a. finna í stýrivaxtahækkun evrópska seðlabankans. Þá hafa skólagjöld og kostnaður tengdur heilsugæslu hækkað um 4,6 prósent á sama tímabili. Richard Bruton, talsmaður fjármála í írska stjórnarandstöðuflokkinum Fine Gael, sakaði ríkisstjórnina um að beita sér ekki gegn samráði fyrirtækja í fjármála- og olíugeiranum og benti hann á að hækkanirnar á Írlandi hafi verið meiri en meðaltalshækkanir á evrusvæðinu. „Ríkisstjórninni hefur mistekist að halda verði niðri. Henni hefur einnig mistekist að skapa samkeppnishæft umhverfi í þeim þáttum sem hún á að hafa eftirlit með,“ sagði hann og benti á að Írlans væri viðkvæmt gagnvart óheiðarlegum viðskiptaháttum stórfyrirtækja. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Verðbólga hækkaði um 0,3 prósentustig á milli mánaða og mældist 3,8 prósent á Írlandi í apríl. Hún hefur ekki verið jafn há síðastliðin þrjú ár, samkvæmt útreikningum írsku hagstofunnar. Helstu ástæður hækkunarinnar voru verðhækkanir á húsnæði og eldsneyti. Hækkunin kom hagfræðingum á óvart og kenndu stjórnarandstöðuflokkar ríkisstjórn landsins um aukna verðbólgu í landinu. Húsnæðis- og eldsneytisverð á Írlandi hefur hækkað um 13,2 prósent á síðastliðnum 12 mánuðum en helstu ástæður hækkunarinnar má m.a. finna í stýrivaxtahækkun evrópska seðlabankans. Þá hafa skólagjöld og kostnaður tengdur heilsugæslu hækkað um 4,6 prósent á sama tímabili. Richard Bruton, talsmaður fjármála í írska stjórnarandstöðuflokkinum Fine Gael, sakaði ríkisstjórnina um að beita sér ekki gegn samráði fyrirtækja í fjármála- og olíugeiranum og benti hann á að hækkanirnar á Írlandi hafi verið meiri en meðaltalshækkanir á evrusvæðinu. „Ríkisstjórninni hefur mistekist að halda verði niðri. Henni hefur einnig mistekist að skapa samkeppnishæft umhverfi í þeim þáttum sem hún á að hafa eftirlit með,“ sagði hann og benti á að Írlans væri viðkvæmt gagnvart óheiðarlegum viðskiptaháttum stórfyrirtækja.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira