Innlent

Eimskip kaupir í bresku fyrirtæki

Eimskip hefur gengið frá kaupum á 55% hlut í breska fyrirtækinu Innovate, sem sérhæfir sig í geymslu og dreifingu á kældum og frystum afurðum.

Velta félagsins er rúmir 15 milljarðar íslenskra króna. Það rekur 25 vörugeymslur á 11 stöðum á Bretlandseyjum og rekur 635 flutningabíla og hitastýrða tengivatna. Geymslugeta félagsins er 370 þúsund tonn. Til samanburðar er hitastýrð geymslugeta Eimskips á Íslandi 7.000 tonn. Því er hitastýrð geymslugeta Innovate um 50 sinnum meiri.

Hjá félaginu starfa um 1.400 manns. Kaupverð er trúnaðarmál. Í tilkynningu frá Eimskip segir að kaupin séu fjármögnuð með blöndu af eigin fé og lánsfé.

Í tilkynningu Eimskips segir að með kaupunum á hollenska frystigeymslufyrirtækinu Daalimpex fyrr á árinu og Innovate nú sé Eimskip orðið ráðandi aðili í Evrópu þegar kemur að geymslu á hitastýrðum matvælum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×