Viðskipti erlent

Mesta lækkun Dow Jones í tvö ár

Dow Jones vísitalan í Bandaríkjunum lækkaði um tvö prósent í gær eftir mikla niðursveiflu í Kauphöllum um alla Evrópu í gær. Þetta er mesta lækkun Dow Jones vísitölunnar á einum degi í tvö ár, og er meðal annars rakin til vaxandi verðbólgu í Bandaríkjunum, og að búist er við að bandaríski seðlabankinn hækki stýrivexti alveg á næstunni. Úrvalsvísitalan lækkaði mest í Svíþjóð í gær eða um rúm fjögur prósent, en minnst á Íslandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×