Viðskipti erlent

Hlutabréf féllu á Indlandi

Verðbréfamiðlari í Mumbai á Indlandi í gær.
Verðbréfamiðlari í Mumbai á Indlandi í gær. Mynd/AFP

Hlutabréf féllu á Indlandi í dag, annan daginn í röð. Bréf í kauphöll Indlands lækkuðu um 4,2 prósent en Sensex hlutabréfavísitalan fór niður um 4 prósent. Vísitalan féll um 6,8 prósent í gær en það mesta lækkun hlutabréfa í sögu landsins.

Slæmar afkomufréttir fyrirtækja á borð við indverska ríkisbankann, er helsta ástæða lækkunarinnar. Þá lækkaði gengi bréfa í orkufyrirtækinu Oil & Natural Gas Corp. um 4,4 prósent en í Reliance Industries um 2,8 prósent í dag.

Gengi bréfa í tæknifyrirtækinu Bharat Heavy Electricals féll hins vegar um hvorki meira né minna en 7,3 prósent og gengi bréfa í tóbaksfyrirtækinu Tobacco Company féllu um 5,5 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×