Viðskipti erlent

Nasdaq eykur hlut sinn í LSE

Mynd/AFP

Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn Nasdaq hefur aukið hlut sinn í kauphöll Lundúna í Bretlandi (LSE) í 25,1 prósent. Markaðurinn hefur aukið við hlut sinn jafnt og þétt og eykur það líkurnar til muna á því að hann geri yfirtökutilboð í LSE á nýjan leik.

Nasdaq dró yfirtökutilboð sitt í Nasdaq til baka í mars síðastliðnum. Tilboðið hljóðaði upp á 2,43 milljarða punda en stjórn LSE hafnaði því.

Hlutafjáraukning Nasdaq í LSE nemur 2,22 milljón hlutum í LSE á genginu 1.235,5 pens á hlut.

Nasdaq er eftir hlutafjáraukninguna stærsti einstaki hluthafinn í LSE.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×