Hver vinnur Meistarann? 23. maí 2006 15:45 Inga Þóra Ingvarsdóttir og Jónas Örn Helgason keppa til úrslita í Meistaranum að kveldi uppstigningardags. Þau eru með yngstu keppendum Meistarans í ár, Jónas Örn, er aðeins 21 árs og Inga Þóra, fimm árum eldri. Og þau eiga meira sameiginlegt; bæði voru þau í MH og bæði kepptu þau fyrir hönd skólans í spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur, með góðum árangri. Það má því líta á þessar lyktir sem vissan sigur fyrir MH. Úrslitaþátturinn verður að kveldi uppstigningardags, 25. maí á Stöð 2 INGA ÞÓRA INGVARSDÓTTIRINGA ÞÓRA er 26 að aldri. Hún er stúdent frá MH, líkt og Jónas Örn og tók BA-próf í safnfræði frá HÍ 2002. Hún er með MA-próf í Propaganda, Persuasion and History frá University of Kent frá 2005. Inga Þóra hefur unnið mörg störf, m.a. á leikskóla, elliheimili, bókasafni, hjá Orkuveitu Reykjavíkur og sem bréfberi hjá Íslandspósti. Inga Þóra hefur mikinn áhuga á bókmenntum og les heims- og afþreyingarbókmenntir jöfnum höndum. Myndlist er henni einnig hugleikin, sem og skriftir, tónlist ogkvikmyndir. Sérsviðin segir hún tengjast áhugamálum og menntum - eins og gefur að skilja. Inga Þóra tók þátt í Gettu betur fyrir hönd MH öll sínmenntaskólaár. Inga Þóra er eini keppandinn í 4 manna úrslitum sem hefur verið með frá fyrstu umferð. Hún lagði Þorvald Þorvaldsson smið í allra fyrsta þættinum á öðrum degi jóla; í 16 manna úrslitum gerði hún sér lítið fyrir og lagði Friðbjörn Eirík Garðarson lögmann, sem sjálfur hafði lagt af velli Stefán Pálsson í fyrstu umferð og í 8 manna úrslitum lagði hún sem fyrr segir Kristján Guy Burgess.JÓNAS ÖRN HELGASONJÓNAS ÖRN er tuttugu og eins árs gamall verkfræðinemi og stúdent frá MH. Margir muna eftir honum úr Gettu betur þar sem hann keppti fyrir hönd MH í þrjú ár með eftirtektarverðum árangri. Helstu áhugasvið Jónasar eru tónlist, gamanþættir og partístand. Jónas Örn er í kór og spilar á gítar. Jónas Örn mætti til leiks í annarri umferð og lagði þá Hauk Harðarson viðskiptafræðing, en sá hafði einmitt lagt föður Jónasar Arnar, Helga Árnason skólastjóra Rimaskóla. Í 8 manna úrslitum lagði Jónas Örn síðan fyrrverandi keppinaut sinn úr Gettu betur, Steinþór Arnsteinsson í æsispennandi viðureign.Til mikils að vinnaMeistarinn er alvöru spurningaþáttur, "klassískur spurningaþáttur," eins og stjórnandi þáttarins, Logi Bergmann hefur orðað það.Meistarinn á sér enga fyrirmyndir, er nýr og fjölbreyttur spurningaþáttur fyrir alla fjölskylduna, sem sameina mun allt það besta sem tíðkast hefur í vinsælum spurningaþáttum. Spennan verður í hávegum höfð og mun ekki einasta reyna á þekkingu keppenda heldur ekki síður kænsku þeirra og heppni. Spurningar eru almenns eðlis, um allt og ekkert, allt frá því að vera níþungar í að vera laufléttar. Reynir því ekki einasta á gáfur keppenda heldur ekki hvað síst á kænsku og heppni. Einn mikilvægasti liðurinn í keppninni er nefnilega sá að keppendur þurfa að velja flokka ýmist handa sér eða mótkeppanda sínum. Keppendur þurfa því að spreyta sig á flokkum sem mótkeppandi velur jafnt og hinum ýmsu mynd- og hljóðdæmum. Þurfi keppandi því að hafa heppnina sín megin og leika leikinn að kænsku til að reyna að Sá sem krýndur verður Meistarinn eftir að hafa lagt alla keppinauta sína í maður-á-mann útsláttarkeppni mun fá að launum 5 milljónir króna í beinhörðum peningum.Það er því greinilegt að Jónas Þór og Inga Þóra hafa til mikils að vinna og verður spennandi að fylgjast með þeim næstkomandi fimmtudagskvöld. Lífið Menning Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Fleiri fréttir Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Sjá meira
Inga Þóra Ingvarsdóttir og Jónas Örn Helgason keppa til úrslita í Meistaranum að kveldi uppstigningardags. Þau eru með yngstu keppendum Meistarans í ár, Jónas Örn, er aðeins 21 árs og Inga Þóra, fimm árum eldri. Og þau eiga meira sameiginlegt; bæði voru þau í MH og bæði kepptu þau fyrir hönd skólans í spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur, með góðum árangri. Það má því líta á þessar lyktir sem vissan sigur fyrir MH. Úrslitaþátturinn verður að kveldi uppstigningardags, 25. maí á Stöð 2 INGA ÞÓRA INGVARSDÓTTIRINGA ÞÓRA er 26 að aldri. Hún er stúdent frá MH, líkt og Jónas Örn og tók BA-próf í safnfræði frá HÍ 2002. Hún er með MA-próf í Propaganda, Persuasion and History frá University of Kent frá 2005. Inga Þóra hefur unnið mörg störf, m.a. á leikskóla, elliheimili, bókasafni, hjá Orkuveitu Reykjavíkur og sem bréfberi hjá Íslandspósti. Inga Þóra hefur mikinn áhuga á bókmenntum og les heims- og afþreyingarbókmenntir jöfnum höndum. Myndlist er henni einnig hugleikin, sem og skriftir, tónlist ogkvikmyndir. Sérsviðin segir hún tengjast áhugamálum og menntum - eins og gefur að skilja. Inga Þóra tók þátt í Gettu betur fyrir hönd MH öll sínmenntaskólaár. Inga Þóra er eini keppandinn í 4 manna úrslitum sem hefur verið með frá fyrstu umferð. Hún lagði Þorvald Þorvaldsson smið í allra fyrsta þættinum á öðrum degi jóla; í 16 manna úrslitum gerði hún sér lítið fyrir og lagði Friðbjörn Eirík Garðarson lögmann, sem sjálfur hafði lagt af velli Stefán Pálsson í fyrstu umferð og í 8 manna úrslitum lagði hún sem fyrr segir Kristján Guy Burgess.JÓNAS ÖRN HELGASONJÓNAS ÖRN er tuttugu og eins árs gamall verkfræðinemi og stúdent frá MH. Margir muna eftir honum úr Gettu betur þar sem hann keppti fyrir hönd MH í þrjú ár með eftirtektarverðum árangri. Helstu áhugasvið Jónasar eru tónlist, gamanþættir og partístand. Jónas Örn er í kór og spilar á gítar. Jónas Örn mætti til leiks í annarri umferð og lagði þá Hauk Harðarson viðskiptafræðing, en sá hafði einmitt lagt föður Jónasar Arnar, Helga Árnason skólastjóra Rimaskóla. Í 8 manna úrslitum lagði Jónas Örn síðan fyrrverandi keppinaut sinn úr Gettu betur, Steinþór Arnsteinsson í æsispennandi viðureign.Til mikils að vinnaMeistarinn er alvöru spurningaþáttur, "klassískur spurningaþáttur," eins og stjórnandi þáttarins, Logi Bergmann hefur orðað það.Meistarinn á sér enga fyrirmyndir, er nýr og fjölbreyttur spurningaþáttur fyrir alla fjölskylduna, sem sameina mun allt það besta sem tíðkast hefur í vinsælum spurningaþáttum. Spennan verður í hávegum höfð og mun ekki einasta reyna á þekkingu keppenda heldur ekki síður kænsku þeirra og heppni. Spurningar eru almenns eðlis, um allt og ekkert, allt frá því að vera níþungar í að vera laufléttar. Reynir því ekki einasta á gáfur keppenda heldur ekki hvað síst á kænsku og heppni. Einn mikilvægasti liðurinn í keppninni er nefnilega sá að keppendur þurfa að velja flokka ýmist handa sér eða mótkeppanda sínum. Keppendur þurfa því að spreyta sig á flokkum sem mótkeppandi velur jafnt og hinum ýmsu mynd- og hljóðdæmum. Þurfi keppandi því að hafa heppnina sín megin og leika leikinn að kænsku til að reyna að Sá sem krýndur verður Meistarinn eftir að hafa lagt alla keppinauta sína í maður-á-mann útsláttarkeppni mun fá að launum 5 milljónir króna í beinhörðum peningum.Það er því greinilegt að Jónas Þór og Inga Þóra hafa til mikils að vinna og verður spennandi að fylgjast með þeim næstkomandi fimmtudagskvöld.
Lífið Menning Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Fleiri fréttir Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Sjá meira