Forystumenn B, S og V lista í Sveitarfélaginu Árborg hafa ákveðið að hefja viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Árborgar kjörtímabilið 2006 - 2010.
Á meðan viðræður standa yfir munu þeir ekki ræða við fulltrúa annarra framboðslista um meirihlutasamstarf.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fulltrúum B - S og V lista.