Engar reglur um leyfi ríkisstarfsmanna í átta ár 31. maí 2006 23:45 MYND/GVA Reglur um leyfi starfsmanna frá störfum í ríkisþjónustu, sem setja átti fyrir átta árum, hafa enn ekki verið settar. Ástæða þess er misskráning í fjármálaráðuneytinu sem taldi málið afgreitt. Formaður Samfylkingarinnar segir málið pínlegt fyrir ráðuneytið. Það var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sem hljóp í skarðið fyrir Rannveigu Guðmundsdóttur og spurði forsætisráðherra hvað liði setningu reglna um leyfi starfsmanna frá störfum í ríkisþjónustu þegar þeir tækju tímabundið við öðrum störfum, eins og hjá alþjóðastofnunum. Benti hún á þingsályktun um málið sem samþykkt var fyrir átta árum. Hún sagði enn fremur mikilvægt að skilið yrði á milli embættislegra og pólitískra ráðninga, en dæmi væru um að ómálefnaleg sjónarmið hefðu ráðið för í starfsmannamálum ríkisins. Í því samhengi benti hún á skipun hæstaréttardómara, starfslok framkvæmdastýru Jafnréttisstofu, ráðningu ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðuneytið og málsmeðferð í máli ráðuneytisstjóra í viðskiptaráðuneytinu sem einmitt hefði fengið leyfi til að sinna störfum erlendis fyrir ríkið en komið til baka og fundið annan í sínu starfi. Forsætisráðherra sagði að fjármálaráðuneytinu hefði verið falin framkvæmd þingsályktunarinnar. Forsætiráðuneytið hefði grennslast fyrir um málið þar á bæ og fengið þau svör að engar reglur hefðu enn verið settar. Ástæðan fyrir því hefði verið sú að bréf forsætisráðherra frá árinu 1998 hefði verið bókað sem afgreitt og gengið frá því þannig í skjalasafni fjármálaráðuneytisins á fyrri hluta árs 2000. Halldór sagði að ráðuneytið hygðist nú ganga í það að setja reglurnar. Formaður Samfylkingarinnar sagði málið pínlegt fyrir ráðuneytið. Þar fyrir utan fyndist henni pínlegt að stjórnsýsla ríkisins skyldi vera með þeim hætti að mönnum hefði ekki dottið í hug að eigin frumkvæði að það þyrfti að setja reglur sem þessar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Reglur um leyfi starfsmanna frá störfum í ríkisþjónustu, sem setja átti fyrir átta árum, hafa enn ekki verið settar. Ástæða þess er misskráning í fjármálaráðuneytinu sem taldi málið afgreitt. Formaður Samfylkingarinnar segir málið pínlegt fyrir ráðuneytið. Það var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sem hljóp í skarðið fyrir Rannveigu Guðmundsdóttur og spurði forsætisráðherra hvað liði setningu reglna um leyfi starfsmanna frá störfum í ríkisþjónustu þegar þeir tækju tímabundið við öðrum störfum, eins og hjá alþjóðastofnunum. Benti hún á þingsályktun um málið sem samþykkt var fyrir átta árum. Hún sagði enn fremur mikilvægt að skilið yrði á milli embættislegra og pólitískra ráðninga, en dæmi væru um að ómálefnaleg sjónarmið hefðu ráðið för í starfsmannamálum ríkisins. Í því samhengi benti hún á skipun hæstaréttardómara, starfslok framkvæmdastýru Jafnréttisstofu, ráðningu ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðuneytið og málsmeðferð í máli ráðuneytisstjóra í viðskiptaráðuneytinu sem einmitt hefði fengið leyfi til að sinna störfum erlendis fyrir ríkið en komið til baka og fundið annan í sínu starfi. Forsætisráðherra sagði að fjármálaráðuneytinu hefði verið falin framkvæmd þingsályktunarinnar. Forsætiráðuneytið hefði grennslast fyrir um málið þar á bæ og fengið þau svör að engar reglur hefðu enn verið settar. Ástæðan fyrir því hefði verið sú að bréf forsætisráðherra frá árinu 1998 hefði verið bókað sem afgreitt og gengið frá því þannig í skjalasafni fjármálaráðuneytisins á fyrri hluta árs 2000. Halldór sagði að ráðuneytið hygðist nú ganga í það að setja reglurnar. Formaður Samfylkingarinnar sagði málið pínlegt fyrir ráðuneytið. Þar fyrir utan fyndist henni pínlegt að stjórnsýsla ríkisins skyldi vera með þeim hætti að mönnum hefði ekki dottið í hug að eigin frumkvæði að það þyrfti að setja reglur sem þessar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira