Forsætisráðherra vill bíða skýrslu um símhleranir 1. júní 2006 12:45 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra MYND/Stefán Forsætisráðherra vill ekkert aðhafast vegna símhlerana hér á landi á kalda stríðsárunum, fyrr en skýrslu hefur verið skilað um málið. Þetta kom fram í utandagskrárumræðu á Alþingi í morgun. Formenn stjórnarandstöðunnar vilja að Alþingi komi að málinu frá upphafi. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur greindi frá því á dögunum að samkvæmt rannsóknum bendi margt til þess að íslensk stjórnvöld hafi látið hlera síma ýmissa manna hér á landi á árunum 1945-1968, þar á meðal þingmanna. Ríkisstjórnin hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem gerir ráð fyrir að utanaðkomandi aðilar rannsaki málið og skili skýrslu fyrir árslok. Utandagskrárumræða um málið fór fram á Alþingi í morgun en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðunnar. Hún sagði meðal annars að henni þætti eðlilegast að Alþingi kæmi að málinu frá upphafi og forseti þingsins kallaði formenn þingflokkanna til fundar um það hið fyrsta. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, og Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, tóku undir orð Ingibjargar og benti Steingrímur m.a. á að þegar upp komst um hleranir á símum þingmanna þar í landi hefði norska þingið stýrt rannsókn á málinu. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra var hins vegar á öðru máli á þinginu í morgun. Hann vill ekkert aðhafast vegna hinna meintra símhlerana fyrr en hinir utanaðkomandi aðilar hafi skilað skýrslu um málið. Og Halldór hvatti þingmenn til þess að gefa sér tíma þar til þær upplýsingar lægu fyrir. Geir H. Haarde utanríkisráðherra tók undir orð forsætisráðherra og sagði að réttast væri að bíða niðurstöðu hinnar fyrirhugðu rannsóknar. Hann telur eðlilegast að Alþingi sameinist um áðurnefnda þingsályktunartillögu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Forsætisráðherra vill ekkert aðhafast vegna símhlerana hér á landi á kalda stríðsárunum, fyrr en skýrslu hefur verið skilað um málið. Þetta kom fram í utandagskrárumræðu á Alþingi í morgun. Formenn stjórnarandstöðunnar vilja að Alþingi komi að málinu frá upphafi. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur greindi frá því á dögunum að samkvæmt rannsóknum bendi margt til þess að íslensk stjórnvöld hafi látið hlera síma ýmissa manna hér á landi á árunum 1945-1968, þar á meðal þingmanna. Ríkisstjórnin hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem gerir ráð fyrir að utanaðkomandi aðilar rannsaki málið og skili skýrslu fyrir árslok. Utandagskrárumræða um málið fór fram á Alþingi í morgun en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðunnar. Hún sagði meðal annars að henni þætti eðlilegast að Alþingi kæmi að málinu frá upphafi og forseti þingsins kallaði formenn þingflokkanna til fundar um það hið fyrsta. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, og Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, tóku undir orð Ingibjargar og benti Steingrímur m.a. á að þegar upp komst um hleranir á símum þingmanna þar í landi hefði norska þingið stýrt rannsókn á málinu. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra var hins vegar á öðru máli á þinginu í morgun. Hann vill ekkert aðhafast vegna hinna meintra símhlerana fyrr en hinir utanaðkomandi aðilar hafi skilað skýrslu um málið. Og Halldór hvatti þingmenn til þess að gefa sér tíma þar til þær upplýsingar lægu fyrir. Geir H. Haarde utanríkisráðherra tók undir orð forsætisráðherra og sagði að réttast væri að bíða niðurstöðu hinnar fyrirhugðu rannsóknar. Hann telur eðlilegast að Alþingi sameinist um áðurnefnda þingsályktunartillögu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira