Innlent

Sparisjóður Siglufjarðar tekur yfir reksturinn

Glitnir hefur ákveðið að hjætta rekstri útibús á Siglufirði og hefur tekist samkomulag um að Sparisjóður Siglufjarðar kaupi og taki yfir rekstur útibúsins. Markmiðiði er að tryggja viðskiptavinum á Siglufirði áframhaldandi þjónustu í heimabæ en Glitnir telur ljóst að ekki sé  rekstrarlegur grundvöllur fyrir tvær fjármálastofnanir í bænum.

Sparisjóður Siglufjarðar yfirtekur samninga við starfsmenn útibúsins fyrir utan tvo starfsmenn sem láta af störfum fyrir aldurs sakir. Stefnt að því að Sparisjóðurinn taki við rekstri útibúsins þann 26. júní næstkomandi. Viðskiptavinum útibús Glitnis á Siglufirði verður sent bréf þar sem greint verður nánar frá flutningi viðskipta þeirra til Sparisjóðsins.

Eftir lokun útibúsins á Siglufirði verða starfsstöðvar Glitnis aðeins tvær á norðurlandi, önnur á Akureyri en hin á Húsavík. Glitnir rekur nú 25 starfsstöðvar á landinu. Sextán þeirra eru á suðvesturhorninu, níu á landsbyggðinni en verða átta eftir 26. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×