Innlent

Kaup Baugs á House of Fraiser að óbreyttu í höfn

MYND/Stöð 2

Kaup Baugs á bresku verslanakeðjunni House of Fraser eru að öllu óbreyttu í höfn, eftir að stjórn verslanakeðjunnar samþykkti í morgun yfirtökutilboð Baugs upp á 50 milljarða króna.

Gengi hlutabréfa í House of Fraser hefur rokið upp í morgun, eða um hátt í sex prósent, samkvæmt The Financial Times, eftir að fregnin barst út, og teljast viðskiptin til tíðinda í breska fjármálaheiminum auk þess að vera einn stærsti samningur sinnar tegundar í íslenska fjármálaheiminum. Þetta þýðir þó ekki að Baugur hafi þegar keypt fyrirtækið, heldur fá nú fjármálasérfræðingar Baugs aðgang að öllu bókhaldi fyrirtækisins og geta gert sínar athuganir ofan í kjölinn, sem væntanlega leiðir til endanlegs tilboðs, sem þá yrði gert í ágúst. Þegar svona viðskipti eru komin eins langt og raun ber vitni í þessu tilviki, telja sérfræðingar afar ólíklegt að eitthvað svo óvænt geti komið í ljós, að hætt verði við kaupin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×