Innlent

Engir reikningar þegar heim er komið

Nú geta viðskiptavinir í Og Vodafone Frelsi hringt frá helstu nágrannalöndum án þess að skrá númerið sitt sérstaklega. Jafnframt eru símtöl gjaldfærð af inneign um leið og því þurfa viðskiptavinir ekki að hafa áhyggjur af bakreikningum þegar heim er komið. Þjónustan nær til tæplega 30 landa, þar af helstu áfangastaða Íslendinga yfir sumartímann. Má þar nefna Spán, Ítalíu, Danmörk, Frakkland, Grikkland, Portúgal og Þýskaland. Viðskiptavinir geta einnig hlaðið inneign í GSM símann með Og Vodafone Frelsis skafkorti, í 1414 eða í gegnum heimabanka.

"Og Vodafone hefur leitt samkeppni á íslenskum fjarskiptamarkaði og fært neytendum betri þjónustu og lækkað verð í gegnum tíðina, hvort sem það er í GSM, ADSL eða heimasíma. Nú hefur Og Vodafone komið enn frekar til móts við viðskiptavini í fyrirframgreiddri GSM þjónustu með því að gera þeim kleift að halda utan án þess að þurfa að skrá númerið sitt sérstaklega. Þá þurfa þeir ekki lengur að hafa áhyggjur af bakreikningum eftir notkun í helstu nágrannalöndum okkar," segir Gísli Þorsteinsson upplýsingafulltrúi Og Vodafone.

Annars staðar er Og Vodafone Frelsi þjónusta gjaldfærð allt að 10 dögum síðar og því þurfa viðskiptavinir að skrá Frelsið sitt sérstaklega áður en haldið er út. Þeir eru hvattir til þess að kynna sér þessi atriði áður en þeir fara erlendis.

Einnig er vakin athygli á því að löndum er skipt upp í fimm svæði í Og Vodafone Frelsi en viðskiptavinir greiða alltaf sama verðið á meðan þeir eru staddir inni á sama svæðinu. Verðið er hins vegar mismunandi milli einstakra svæða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×