Sigurerni sleppt í stóra búrið 20. júlí 2006 15:30 Sigurerni var sleppt í stóra búrið í dag Nú dvelur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum haförn sem lenti í hremmingum en ung stúlka Sigurbjörg S. Pétursdóttir á Grundarfirði kom honum til hjálpar. Hremmingar arnarins, sem nefndur var eftir Sigurbjörgu, Sigurörn voru í raun tvíþættar. Annars vegar var hann grútarblautur en hins vegar vantar á hann nánast allar stélfjaðrir. Er það ráðgáta hvernig stendur á því, en það tekur langan tíma fyrir þær að myndast aftur. Það gæti því farið svo að hann muni dvelja í nokkurn tíma í garðinum, jafnvel á annað ár. Þorvaldur Þór Björnsson á Náttúrufræðistofnun Íslands hefur þvegið erninum nokkrum sinnum og er nú komið að því að sleppa honum út í stóra búrið í garðinum en það var gert í morgun. Þorvaldur hafði orð á því eftir þvottana að Sigurörn væri einstaklega spakur örn. Stóra búrið hefur tekið þó nokkrum breytingum svo sem best fari um örninn. Þar hefur verið reist skýli og settir upp tveir bitar sem hann geti flögrað á milli. Gestir garðsins fá um leið og honum verður sleppt í búrið frábært tækifæri að sjá þennan mikla fugl með berum augum. Sigurörn er 6 ára gamall ari (karlfugl) en á þeim aldri verða ernir kynþroska. Hann var merktur, og ber það merki enn, í arnarhreiðri í Faxaflóa fyrir sex árum síðan. Ólíkt öðrum örnum á Íslandi verður Sigurörn að teljast vanur manninum því þetta er nú í þriðja sinn sem hann er undir manna höndum. Fyrst þegar hann var merktur sem ungi en síðan fannst hann á fyrsta ári grútarblautur. Sigurörn er ekki eini örninn sem dvelur í garðinum því á toppi fallturnsins Níðhöggs í 15 metra hæð trónir Veðurfölnir. Vænghafið á honum er það sama og á fullvaxinni össu um það bil 240 cm. Sigurörn er í garðinn kominn í tengslum við verkefnið "Villt dýr í hremmingum" sem fyrirtækið Fálkinn er bakhjarl fyrir. Lífið Menning Mest lesið Björn plokkar í stað Höllu Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fleiri fréttir Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Sjá meira
Nú dvelur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum haförn sem lenti í hremmingum en ung stúlka Sigurbjörg S. Pétursdóttir á Grundarfirði kom honum til hjálpar. Hremmingar arnarins, sem nefndur var eftir Sigurbjörgu, Sigurörn voru í raun tvíþættar. Annars vegar var hann grútarblautur en hins vegar vantar á hann nánast allar stélfjaðrir. Er það ráðgáta hvernig stendur á því, en það tekur langan tíma fyrir þær að myndast aftur. Það gæti því farið svo að hann muni dvelja í nokkurn tíma í garðinum, jafnvel á annað ár. Þorvaldur Þór Björnsson á Náttúrufræðistofnun Íslands hefur þvegið erninum nokkrum sinnum og er nú komið að því að sleppa honum út í stóra búrið í garðinum en það var gert í morgun. Þorvaldur hafði orð á því eftir þvottana að Sigurörn væri einstaklega spakur örn. Stóra búrið hefur tekið þó nokkrum breytingum svo sem best fari um örninn. Þar hefur verið reist skýli og settir upp tveir bitar sem hann geti flögrað á milli. Gestir garðsins fá um leið og honum verður sleppt í búrið frábært tækifæri að sjá þennan mikla fugl með berum augum. Sigurörn er 6 ára gamall ari (karlfugl) en á þeim aldri verða ernir kynþroska. Hann var merktur, og ber það merki enn, í arnarhreiðri í Faxaflóa fyrir sex árum síðan. Ólíkt öðrum örnum á Íslandi verður Sigurörn að teljast vanur manninum því þetta er nú í þriðja sinn sem hann er undir manna höndum. Fyrst þegar hann var merktur sem ungi en síðan fannst hann á fyrsta ári grútarblautur. Sigurörn er ekki eini örninn sem dvelur í garðinum því á toppi fallturnsins Níðhöggs í 15 metra hæð trónir Veðurfölnir. Vænghafið á honum er það sama og á fullvaxinni össu um það bil 240 cm. Sigurörn er í garðinn kominn í tengslum við verkefnið "Villt dýr í hremmingum" sem fyrirtækið Fálkinn er bakhjarl fyrir.
Lífið Menning Mest lesið Björn plokkar í stað Höllu Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fleiri fréttir Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Sjá meira