Vilja skapa frið 28. júlí 2006 22:10 Mynd/AFP Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar í næstu viku um aðgerðaáætlun til að stöðva átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Bush Bandaríkjaforseti segir ráðið muni leggja stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna til grunns að aðgerðunum og eggja allar þjóðir til að taka þátt í að skapa frið. Bush Bandaríkjaforseti og Blair, forsætisráðherra Bretlands voru sammála um það í Hvíta húsinu í dag að nú yrði að grípa til aðgerða til að koma á varanlegum friði á svæðinu, eins og þeir orðuðu það. Hvorugur kallaði þó eftir tafarlausu vopnahléi. Bush sagði að Öryggisráðið myndi koma saman til fundar eftir helgi þar sem sett yrði saman aðgerðaáætlun þar sem vísað yrði í sjöunda kafla stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sjöundi kaflinn kveður á um aðgerðir vegna ófriðarhættu, friðrofa og árása en í einni grein sjöunda kafla er meðal annars kveðið á um að öryggisráðinu sé heimilt eins og þar stendur: "að grípa til hernaðaraðgerða með lofther, flota eða landher, eftir því sem nauðsyn krefur, til að varðveita eða koma á aftur heimsfriði og öryggi." Bush og Blair töluðu um að Sameinuðu þjóðirnar myndu senda liðsstyrk til átakasvæðanna en væntanlega mun öryggisráðið skilgreina nánar hlutverk liðsins, hvort það muni hafa heimild til að grípa til vopna ef svo ber undir. Sameinuðu þjóðirnar kölluðu í dag eftir þriggja sólarhringa vopnahléi milli Ísraela og Hisbollah, til þess að unnt yrði að koma hjálpargögnum og nauðsynjum til bágstaddra á átakasvæðunum. Hisbollah skaut í dag upp langdrægri eldflaug, að eigin sögn, og Ísraelar hafa viðurkennt að eldflaugaárás hafi verið gerð á hafnarbæ fyrir sunnan Haifa, sem hingað til hefur verið það lengsta sem eldflaugar Hisbollah hafa drifið. Ísraelsher segir eldflaugina hafa borið um 100 kíló af sprengiefni. Erlent Fréttir Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar í næstu viku um aðgerðaáætlun til að stöðva átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Bush Bandaríkjaforseti segir ráðið muni leggja stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna til grunns að aðgerðunum og eggja allar þjóðir til að taka þátt í að skapa frið. Bush Bandaríkjaforseti og Blair, forsætisráðherra Bretlands voru sammála um það í Hvíta húsinu í dag að nú yrði að grípa til aðgerða til að koma á varanlegum friði á svæðinu, eins og þeir orðuðu það. Hvorugur kallaði þó eftir tafarlausu vopnahléi. Bush sagði að Öryggisráðið myndi koma saman til fundar eftir helgi þar sem sett yrði saman aðgerðaáætlun þar sem vísað yrði í sjöunda kafla stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sjöundi kaflinn kveður á um aðgerðir vegna ófriðarhættu, friðrofa og árása en í einni grein sjöunda kafla er meðal annars kveðið á um að öryggisráðinu sé heimilt eins og þar stendur: "að grípa til hernaðaraðgerða með lofther, flota eða landher, eftir því sem nauðsyn krefur, til að varðveita eða koma á aftur heimsfriði og öryggi." Bush og Blair töluðu um að Sameinuðu þjóðirnar myndu senda liðsstyrk til átakasvæðanna en væntanlega mun öryggisráðið skilgreina nánar hlutverk liðsins, hvort það muni hafa heimild til að grípa til vopna ef svo ber undir. Sameinuðu þjóðirnar kölluðu í dag eftir þriggja sólarhringa vopnahléi milli Ísraela og Hisbollah, til þess að unnt yrði að koma hjálpargögnum og nauðsynjum til bágstaddra á átakasvæðunum. Hisbollah skaut í dag upp langdrægri eldflaug, að eigin sögn, og Ísraelar hafa viðurkennt að eldflaugaárás hafi verið gerð á hafnarbæ fyrir sunnan Haifa, sem hingað til hefur verið það lengsta sem eldflaugar Hisbollah hafa drifið. Ísraelsher segir eldflaugina hafa borið um 100 kíló af sprengiefni.
Erlent Fréttir Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira