Fótbolti

Eiður og félagar í æfingabúðum í Mexíkó

Eiður Smári Guðjohnsen og félagar hans í Evrópumeistaraliði Barcelona komu saman á æfingu í Katalóníu í gær eftir vel heppnaða ferð til Danmerkur. Þeir halda á morgun í æfingabúðir til Mexíkó og Bandaríkjanna.

Eiður hefur enn ekki hitt fyrir besta knattspyrnumann í heimi, Ronaldinho, samherja sinn hjá Barcelona eftir að hann gekk í raðir Evrópumeistaranna. Ronaldinho og Argetnínumaðurinn Lionel Messi munu hitta félaga sína í Mexíkó þegar liðið kemur þangað í dag. Eiður er einn þriggja nýrra leikmanna sem þjálfarinn Frank Rijkaard hefur fest kaup á í sumar en auk hans eru það Gianluca Zambrotta og Lilian Thuram sem komu frá Juventus.

Eiður sem mun berjast um sæti í liðinu við kempur eins og Samuel Eto'o og Ludovic Giuly er bjartsýnn fyrir komandi átök vetursins.

"Ég held að Danmerkurferðin hafi gert liðinu gott og það er gott að liðið er að koma saman, það er mikilvægt." sagði Eiður en liðið verður í Mexíkó og Bandaríkjunum næstu 2 vikurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×