Eyþór Ingi í Hallgrímskirkju 10. ágúst 2006 17:45 Eyþór Ingi Jónsson er annar organisti Akureyrarkirkju sem kemur fram á báðum tónleikunum. Hann er einn þeirra ungu efnilegu íslensku organista sem eru að ljúka framhaldsnámi erlendis og koma heim. Tónleikaröðin Alþjóðlegt orgelsumar býður upp á 26 tónleika í Hallgrímskirkju í sumar og síðustu tveir þeirra verða núna um helgina, laugardaginn 12. ágúst kl. 12 og sunnudaginn 13. ágúst kl. 20. Það er Eyþór Ingi Jónsson, annar organisti Akureyrarkirkju sem kemur fram á báðum tónleikunum. Hann er einn þeirra ungu efnilegu íslensku organista sem eru að ljúka framhaldsnámi erlendis og koma heim. Á hádegistónleikunum 12. ágúst kl. 12, leikur Eyþór tónlist frá endurreisnar- og barroktímabilunum. Fyrst eru það tvær Passacaglíur, sú fyrri eftir Georg Muffat og sú síðari eftir Buxtehude. Passacaglía er tónlistarform þar sem höfundurinn leikur sér með stutt stef í ¾ takti, það er endurtekið með röð tilbrigða. Síðasta verkið er Svíta með dönsum frá 15. og 16. öld sem Eyþór hefur sett saman með verkum ýmissa höfunda, sumra þekktra og annarra óþekktara. Á kvöldtónleikunum, 13. ágúst kl. 20, byggir Eyþór efnisskrá sína inn í upphafs- og lokakafla orgelmessu J. S. Bachs, sem einnig er þekkt sem Prelúdía og fúga í Es-dúr. Hann byrjar á Prelúdíunni, síðan kemur Svíta við annað tónlag eftir samtímamann Bachs, Louis-Nicolas Clérambault. Svítan er í sjö þáttum. Eftir Georg Muffat leikur Eyþór síðan Toccata septima og fyrri hlutanum lýkur með Cathédrales, eitt 24 verka úr fjórum Fantasíussöfnum Louis Vierne, hins blinda organista Frúarkirkjunnar, sem hann skrifaði á árunum 1926-7. Síðari hluti efniskrárinnar hefst með Kóral nr. 2 eftir César Franck, einn þriggja kórala sem hann skrifaði árið sem hann lést 1890 og tónleikarnir eru síðan rammaðir inn af hinni fimm radda Fúgu, lokakafla Orgelmessu Johanns Sebastian Bachs. Eyþór Ingi Jónsson er fæddur og uppalinn í Dalasýslu þar sem hann hóf tónlistarmenntun sína sex ára gamall. Hann nam síðar orgelleik hjá Fríðu Lárusdóttur við Tónlistarskólann á Akranesi. Síðan lærði hann orgelleik, kórstjórn og hliðargreinar við Tónskóla þjóðkirkjunnar undir leiðsögn Harðar Áskelssonar, Smára Ólasonar o.fl. Eyþór lauk kantorsprófi frá skólanum vorið 1998. Hann nam síðan kirkjutónlist við Tónlistarháskólann í Piteå í Svíþjóð og er nú við nám í konsertorganistadeild í sama skóla. Orgelkennarar hans eru prófessor Hans-Ola Ericsson og Gary Verkade. Hann hefur einnig sótt námskeið hjá fjölda þekktra kennara eins og Harald Vogel, Wolfgang Zerer, Jon Laukvik, Mathias Wager, Olivier Latry o.fl. Eyþór hefur kennt við tónlistarskólana á Akranesi, Dalasýslu og Akureyri ásamt því að spila í kirkjum og með kórum víða um land. Hann hefur haldið fjölda tónleika hérlendis, í Svíþjóð, Danmörku og í Noregi. Hann hefur stjórnað mörgum kórum bæði hérlendis og erlendis. Veturinn 1998-99 starfaði hann sem organisti í Akureyrarkirkju í leyfi Björns Steinars Sólbergssonar og árið 2002 starfaði hann sem kantor og orgelkennari í Skellefteå Lands Kyrka í Svíþjóð. Hann starfar nú sem kórstjóri og orgelleikari við Akureyrarkirkju samhliða námi. Einnig er hann stjórnandi sönghópsins Hymnodia. Eyþór hefur einbeitt sér að flutningi tónlistar frá 17. öld, bæði fyrir orgel og kór. Eyþór hefur hlotið styrki úr Pokasjóði, Minningarsjóði Karls J. Sighvatssonar, Menningarmálanefnd Dalasýslu, Menningarsjóði KEA, Boströmsfonden og frá Luleå stifti. Lífið Menning Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira
Tónleikaröðin Alþjóðlegt orgelsumar býður upp á 26 tónleika í Hallgrímskirkju í sumar og síðustu tveir þeirra verða núna um helgina, laugardaginn 12. ágúst kl. 12 og sunnudaginn 13. ágúst kl. 20. Það er Eyþór Ingi Jónsson, annar organisti Akureyrarkirkju sem kemur fram á báðum tónleikunum. Hann er einn þeirra ungu efnilegu íslensku organista sem eru að ljúka framhaldsnámi erlendis og koma heim. Á hádegistónleikunum 12. ágúst kl. 12, leikur Eyþór tónlist frá endurreisnar- og barroktímabilunum. Fyrst eru það tvær Passacaglíur, sú fyrri eftir Georg Muffat og sú síðari eftir Buxtehude. Passacaglía er tónlistarform þar sem höfundurinn leikur sér með stutt stef í ¾ takti, það er endurtekið með röð tilbrigða. Síðasta verkið er Svíta með dönsum frá 15. og 16. öld sem Eyþór hefur sett saman með verkum ýmissa höfunda, sumra þekktra og annarra óþekktara. Á kvöldtónleikunum, 13. ágúst kl. 20, byggir Eyþór efnisskrá sína inn í upphafs- og lokakafla orgelmessu J. S. Bachs, sem einnig er þekkt sem Prelúdía og fúga í Es-dúr. Hann byrjar á Prelúdíunni, síðan kemur Svíta við annað tónlag eftir samtímamann Bachs, Louis-Nicolas Clérambault. Svítan er í sjö þáttum. Eftir Georg Muffat leikur Eyþór síðan Toccata septima og fyrri hlutanum lýkur með Cathédrales, eitt 24 verka úr fjórum Fantasíussöfnum Louis Vierne, hins blinda organista Frúarkirkjunnar, sem hann skrifaði á árunum 1926-7. Síðari hluti efniskrárinnar hefst með Kóral nr. 2 eftir César Franck, einn þriggja kórala sem hann skrifaði árið sem hann lést 1890 og tónleikarnir eru síðan rammaðir inn af hinni fimm radda Fúgu, lokakafla Orgelmessu Johanns Sebastian Bachs. Eyþór Ingi Jónsson er fæddur og uppalinn í Dalasýslu þar sem hann hóf tónlistarmenntun sína sex ára gamall. Hann nam síðar orgelleik hjá Fríðu Lárusdóttur við Tónlistarskólann á Akranesi. Síðan lærði hann orgelleik, kórstjórn og hliðargreinar við Tónskóla þjóðkirkjunnar undir leiðsögn Harðar Áskelssonar, Smára Ólasonar o.fl. Eyþór lauk kantorsprófi frá skólanum vorið 1998. Hann nam síðan kirkjutónlist við Tónlistarháskólann í Piteå í Svíþjóð og er nú við nám í konsertorganistadeild í sama skóla. Orgelkennarar hans eru prófessor Hans-Ola Ericsson og Gary Verkade. Hann hefur einnig sótt námskeið hjá fjölda þekktra kennara eins og Harald Vogel, Wolfgang Zerer, Jon Laukvik, Mathias Wager, Olivier Latry o.fl. Eyþór hefur kennt við tónlistarskólana á Akranesi, Dalasýslu og Akureyri ásamt því að spila í kirkjum og með kórum víða um land. Hann hefur haldið fjölda tónleika hérlendis, í Svíþjóð, Danmörku og í Noregi. Hann hefur stjórnað mörgum kórum bæði hérlendis og erlendis. Veturinn 1998-99 starfaði hann sem organisti í Akureyrarkirkju í leyfi Björns Steinars Sólbergssonar og árið 2002 starfaði hann sem kantor og orgelkennari í Skellefteå Lands Kyrka í Svíþjóð. Hann starfar nú sem kórstjóri og orgelleikari við Akureyrarkirkju samhliða námi. Einnig er hann stjórnandi sönghópsins Hymnodia. Eyþór hefur einbeitt sér að flutningi tónlistar frá 17. öld, bæði fyrir orgel og kór. Eyþór hefur hlotið styrki úr Pokasjóði, Minningarsjóði Karls J. Sighvatssonar, Menningarmálanefnd Dalasýslu, Menningarsjóði KEA, Boströmsfonden og frá Luleå stifti.
Lífið Menning Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira