Þjóðarátak fyrir Magna 5. september 2006 19:19 Í kvöld er þrýst á um áframhaldandi þjóðarátak til að halda Magna Ásgeirssyni inni í harðvítugri lokabaráttu um að verða stjörnusöngvari rokksveitarinnar Supernova. Magni syngur frumsamið lag í kvöld ásamt bítlaslagaranum Back in the USSR en fékk slaka dóma í liðinni viku fyrir texta sem hann samdi við nýtt Súpernóvulag. Nú eru eftir fimm í Rockstar og með atkvæðagreiðslunni í nótt ræðst hver eða hverjir detta mögulega út aðra nótt. Samstillt átak íslendinga fyrir viku gerði það að verkum að Magni var aldrei í fallhættu - og nú er þjóðin hvött til að endurtaka leikinn. Svo mikið er í húfi fyrir þjóðarsálina að jafnvel erkiféndur í íslenskri samkeppnisbaráttu - síminn og Ogvodafone hafa nú stillt sína strengi saman og bjóða ódýra símkosningu fyrir Magna. Í kvöld syngur Magni tvö lög. Bítlalagið Back in the USSR og frumsamið lag við góðar undirtektir súpernóvaþremenningana, samkvæmt "lekum" frá áhorfendum í sal þegar þátturinn var tekinn upp. Í liðinni viku fengu keppendurnir fimm að spreyta sig á að skrifa ljóðatexta við nýtt lag frá Súpernóvu og bera undir Gilby Clarke. Á vefsjónvarpsupptökum frá viðbrögðunum má sjá að Gilby fannst framlag Magna óspennandi. Þjóðarátak í atkvæðagreiðslu hefur þó sýnt sig að virka. Illmögulegt er að geta sér til um hversu mörg atvkæði eru að berast í keppninni en fyrir viku var þó metkosning og nokkuð ljóst að íslensku atkvæðin hreyfðu mælanna. Alla síðustu þáttaröð Rockstar þar sem INXS leitaði að söngvara bárust 14 milljónir atkvæða á netinu. Þau eru væntanlega fleiri undir lok keppni en í upphafi - og í ár hefur verið uplýst að atkvæðamagnið er talsvert meira. Varlegt er því að áætla að heildaratkvæðin í nótt gætu skipt milljónum. Því er hvatt til þess að sem flestir kjósi og hver og einn oft til að skila „okkar" manni nægjanlegu atkvæðamagni. Rock Star Supernova Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Í kvöld er þrýst á um áframhaldandi þjóðarátak til að halda Magna Ásgeirssyni inni í harðvítugri lokabaráttu um að verða stjörnusöngvari rokksveitarinnar Supernova. Magni syngur frumsamið lag í kvöld ásamt bítlaslagaranum Back in the USSR en fékk slaka dóma í liðinni viku fyrir texta sem hann samdi við nýtt Súpernóvulag. Nú eru eftir fimm í Rockstar og með atkvæðagreiðslunni í nótt ræðst hver eða hverjir detta mögulega út aðra nótt. Samstillt átak íslendinga fyrir viku gerði það að verkum að Magni var aldrei í fallhættu - og nú er þjóðin hvött til að endurtaka leikinn. Svo mikið er í húfi fyrir þjóðarsálina að jafnvel erkiféndur í íslenskri samkeppnisbaráttu - síminn og Ogvodafone hafa nú stillt sína strengi saman og bjóða ódýra símkosningu fyrir Magna. Í kvöld syngur Magni tvö lög. Bítlalagið Back in the USSR og frumsamið lag við góðar undirtektir súpernóvaþremenningana, samkvæmt "lekum" frá áhorfendum í sal þegar þátturinn var tekinn upp. Í liðinni viku fengu keppendurnir fimm að spreyta sig á að skrifa ljóðatexta við nýtt lag frá Súpernóvu og bera undir Gilby Clarke. Á vefsjónvarpsupptökum frá viðbrögðunum má sjá að Gilby fannst framlag Magna óspennandi. Þjóðarátak í atkvæðagreiðslu hefur þó sýnt sig að virka. Illmögulegt er að geta sér til um hversu mörg atvkæði eru að berast í keppninni en fyrir viku var þó metkosning og nokkuð ljóst að íslensku atkvæðin hreyfðu mælanna. Alla síðustu þáttaröð Rockstar þar sem INXS leitaði að söngvara bárust 14 milljónir atkvæða á netinu. Þau eru væntanlega fleiri undir lok keppni en í upphafi - og í ár hefur verið uplýst að atkvæðamagnið er talsvert meira. Varlegt er því að áætla að heildaratkvæðin í nótt gætu skipt milljónum. Því er hvatt til þess að sem flestir kjósi og hver og einn oft til að skila „okkar" manni nægjanlegu atkvæðamagni.
Rock Star Supernova Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira