Innlent

Stofna Landnemaskóla fyrir erlent starfsfólk

Verkalýðsfélag Húsavíkur og nágrennis hyggst í samstarfi við nokkra aðila koma á fóta svokölluðum Landnemaskóla til að greiða fyrir aðgengi erlends starfsfólks að íslensku samfélagi. Um er að ræða 120 stunda nám í íslensku, samfélagsfræði og fleira sem Mímir-símennt og samstarfsaðilar hafa þróað. Er þarna verið að bregðast við mikilli fjölgun erlends verkafólks á félagssvæði Verkalýðsfélagsins. Fram kemur í tilkynningu frá verkalýðsfélaginu að fjármögnun námsins hefur gengið vel en leitað eftir samstarfi við fleiri aðila á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×