Útlit fyrir spennandi kosningar í Svíþjóð næsta sunnudag 13. september 2006 19:05 Allt stefnir í hörkuspennandi endasprett í kosningabráttunni fyrir þingkosningarnar í Svíþjóð næsta sunnudag. Atvinnu- og efnahagsmál eru sett á oddinn og svo virðist sem kjósendur ætli ekki að refsa Þjóðarflokknum fyrir að brjótast inn á lokað vefsvæði jafnaðarmanna.Þjóðarflokkurinn, annars stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, hefur misst eitthvað fylgi en þó ekki eins mikið og búist var við. Hann mælist nú með um 8% og hefur flest það fylgi sem hann hefur misst færst á mið- og hægriflokkana.Tvær nýjar skoðanakannanir sýna að mjótt er á mununum milli fylkinganna og ekki eins tvísýnt um úrslit í rúman aldarfjórðung. Fylgi Jafnaðarmanna og stuðningsflokka mælist 46,9% annars vegar og 46,6% hins vegar. Fylgi fylkingar fjögurra mið- og hægri flokka mælist rétt rúm 48% í báðum könnunum.Atvinnu- og efnahagsmál hafa verið sett á oddinn í kosningabaráttunni. Frederik Reinfeldt, formaður Hægriflokksins og forsætisráðherraefni borgarflokkanna, þykir hafa haft betur gegn Persson í tvennum sjónvarpskappræðum en þrátt fyrir það hefur flokkur hans dalað lítið eitt í könnunum.Reinfeldt hefur gert mikið af því að fara út meðal almennings og ræða við það á vinnustöðum þess. Göran Persson segist gefa lítið fyrir svartsýnar spár fjármálasérfræðinga um þróun efnahagsmála.Persson lét hafa eftir sér á dögunum að hann útilokaði ekki samstarf við mið- og hægriflokka eftir kosningar. Þau ummæli hafa fallið í grýttan jarðveg og hafa forvígismenn samstarfsflokka Jafnaðarmanna tekið það óstynnt upp og einhverjir formenn mið- og hægriflokkanna þegar lokað á slíkt samstarf og sagt þetta örvæntingarfullt útspil hjá forsætisráðherranum. Erlent Fréttir Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Sjá meira
Allt stefnir í hörkuspennandi endasprett í kosningabráttunni fyrir þingkosningarnar í Svíþjóð næsta sunnudag. Atvinnu- og efnahagsmál eru sett á oddinn og svo virðist sem kjósendur ætli ekki að refsa Þjóðarflokknum fyrir að brjótast inn á lokað vefsvæði jafnaðarmanna.Þjóðarflokkurinn, annars stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, hefur misst eitthvað fylgi en þó ekki eins mikið og búist var við. Hann mælist nú með um 8% og hefur flest það fylgi sem hann hefur misst færst á mið- og hægriflokkana.Tvær nýjar skoðanakannanir sýna að mjótt er á mununum milli fylkinganna og ekki eins tvísýnt um úrslit í rúman aldarfjórðung. Fylgi Jafnaðarmanna og stuðningsflokka mælist 46,9% annars vegar og 46,6% hins vegar. Fylgi fylkingar fjögurra mið- og hægri flokka mælist rétt rúm 48% í báðum könnunum.Atvinnu- og efnahagsmál hafa verið sett á oddinn í kosningabaráttunni. Frederik Reinfeldt, formaður Hægriflokksins og forsætisráðherraefni borgarflokkanna, þykir hafa haft betur gegn Persson í tvennum sjónvarpskappræðum en þrátt fyrir það hefur flokkur hans dalað lítið eitt í könnunum.Reinfeldt hefur gert mikið af því að fara út meðal almennings og ræða við það á vinnustöðum þess. Göran Persson segist gefa lítið fyrir svartsýnar spár fjármálasérfræðinga um þróun efnahagsmála.Persson lét hafa eftir sér á dögunum að hann útilokaði ekki samstarf við mið- og hægriflokka eftir kosningar. Þau ummæli hafa fallið í grýttan jarðveg og hafa forvígismenn samstarfsflokka Jafnaðarmanna tekið það óstynnt upp og einhverjir formenn mið- og hægriflokkanna þegar lokað á slíkt samstarf og sagt þetta örvæntingarfullt útspil hjá forsætisráðherranum.
Erlent Fréttir Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Sjá meira