IMF spáir 5,1 prósents hagvexti á árinu 14. september 2006 09:41 Vöruskipti stórra hagkerfa geta haft áhrif á hagvöxt á heimsvísu, að mati IMF. Vöruskipti í Bandaríkjunum voru neikvæð um 4.500 milljarða íslenskra króna í ágúst og hefur aldrei verið meiri. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) spáir því að hagvöxtur verði að meðaltali 5,1 prósent á þessu ári og 4,9 prósent á næsta ári í helstu hagkerfum heimsins. Þetta er 0,25 prósentum meira en fyrri hagvaxtarspá sjóðsins gerði ráð fyrir í apríl. Að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, getur svo farið að viðskiptahalli einstakra ríkja á borð við Bandaríkin, sett strik í reikninginn. Að öðru leyti er gert ráð fyrir því að olíubirgðir olíuframleiðsluríkja muni ekki minnka og að hagvöxtur á evrusvæðinu muni batna. Þýskaland er hins vegar undantekning en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur líkur á að hagvöxtur dragist eitthvað saman í kjölfar hækkunar á virðisaukaskatti þar í landi um næstu áramót. Þá getur svo farið að verðhækkanir á olíu og hæging efnahagslífsins í Bandaríkjunum geti haft áhrif á hagvöxt á heimsvísu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að hagvöxtur vestra verði 3,4 prósent en fari allt á versta veg megi hins vegar búast við að hann fari niður í 2,9 prósent. Þá skiptir vöruskiptajöfnuður miklu fyrir hagvöxt helstu hagkerfa, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Viðskiptahallinn í Bandaríkjunum var rúmir 64 milljarðar dala eða rúmar 4.500 milljarðar íslenskra króna í ágúst og hefur aldrei verið meiri í einum mánuði. Í Kína voru vöruskipti hins vegar jákvæð um 18,8 milljónir dala eða 1.300 milljarða krónur á sama tíma. Að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins skýrist þessi mikli munur af lágu gengi kínverska júansins, gjaldmiðils landsins, sem geri það að verkum að vörur frá Kína séu ódýrari en vörur frá öðrum löndum. Segir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að kínverski seðlabankinn verði hækka stýrivexti talsvert til að draga úr hagvexti og koma í veg fyrir að verðbólga fari úr böndunum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) spáir því að hagvöxtur verði að meðaltali 5,1 prósent á þessu ári og 4,9 prósent á næsta ári í helstu hagkerfum heimsins. Þetta er 0,25 prósentum meira en fyrri hagvaxtarspá sjóðsins gerði ráð fyrir í apríl. Að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, getur svo farið að viðskiptahalli einstakra ríkja á borð við Bandaríkin, sett strik í reikninginn. Að öðru leyti er gert ráð fyrir því að olíubirgðir olíuframleiðsluríkja muni ekki minnka og að hagvöxtur á evrusvæðinu muni batna. Þýskaland er hins vegar undantekning en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur líkur á að hagvöxtur dragist eitthvað saman í kjölfar hækkunar á virðisaukaskatti þar í landi um næstu áramót. Þá getur svo farið að verðhækkanir á olíu og hæging efnahagslífsins í Bandaríkjunum geti haft áhrif á hagvöxt á heimsvísu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að hagvöxtur vestra verði 3,4 prósent en fari allt á versta veg megi hins vegar búast við að hann fari niður í 2,9 prósent. Þá skiptir vöruskiptajöfnuður miklu fyrir hagvöxt helstu hagkerfa, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Viðskiptahallinn í Bandaríkjunum var rúmir 64 milljarðar dala eða rúmar 4.500 milljarðar íslenskra króna í ágúst og hefur aldrei verið meiri í einum mánuði. Í Kína voru vöruskipti hins vegar jákvæð um 18,8 milljónir dala eða 1.300 milljarða krónur á sama tíma. Að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins skýrist þessi mikli munur af lágu gengi kínverska júansins, gjaldmiðils landsins, sem geri það að verkum að vörur frá Kína séu ódýrari en vörur frá öðrum löndum. Segir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að kínverski seðlabankinn verði hækka stýrivexti talsvert til að draga úr hagvexti og koma í veg fyrir að verðbólga fari úr böndunum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira