Telja utanríkisstefnu Japana verða herskárri 20. september 2006 13:15 Shinzo Abe verður næsti forsætisráðherra Japans en hann mun taka við stjórnartaumunum af Junichiro Koizumi í næstu viku. Búist er við að Abe muni reka herskárri utanríkisstefnu en forveri sinn. Abe var kosinn formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins á þingi hans í morgun með um tveimur þriðju hluta atkvæða. Taro Aso utanríkisráðherra varð í öðru sæti og Tanigaki fjármálaráðherra í því þriðja. Japanska þingið mun svo að öllum líkindum kjósa Abe forsætisráðherra í næstu viku þegar Junichiro Koizumi lætur af embætti sínu enda hefur flokkurinn þar töglin og hagldirnar. Abe er 51 árs gamall og nái hann kjöri verður hann sá yngsti sem sest hefur í stól forsætisráðherra Japans. Hann verður jafnframt fyrsti forsætisráðherrann sem fæddur er eftir heimsstyrjöldina síðari. Faðir hans var utanríkisráðherra og afi forsætisráðherra þannig að honum eru stjórnmálin í blóð borin. Abe er sagður íhaldssamur og því er reiknað með að hann muni reka svipaða stefnu í efnahagsmálum og Koizumi, núverandi forsætisráðherra. Hann er hins vegar sagður herskárri en forveri sinn, meðal annars í kjarnorkudeilunni við Norður-Kóreumenn. Abe vill ennfremur að Japanar hætti að biðjast afsökunar á illvirkjum hersins í styrjöldum fyrri ára og beri höfuðið í staðinn hátt. Því er næsta víst að hann muni halda áfram heimsóknum að Yasukuni-helgidómnum umdeilda sem er nágrannaþjóðunum svo mikill þyrnir í augum. Erlent Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Shinzo Abe verður næsti forsætisráðherra Japans en hann mun taka við stjórnartaumunum af Junichiro Koizumi í næstu viku. Búist er við að Abe muni reka herskárri utanríkisstefnu en forveri sinn. Abe var kosinn formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins á þingi hans í morgun með um tveimur þriðju hluta atkvæða. Taro Aso utanríkisráðherra varð í öðru sæti og Tanigaki fjármálaráðherra í því þriðja. Japanska þingið mun svo að öllum líkindum kjósa Abe forsætisráðherra í næstu viku þegar Junichiro Koizumi lætur af embætti sínu enda hefur flokkurinn þar töglin og hagldirnar. Abe er 51 árs gamall og nái hann kjöri verður hann sá yngsti sem sest hefur í stól forsætisráðherra Japans. Hann verður jafnframt fyrsti forsætisráðherrann sem fæddur er eftir heimsstyrjöldina síðari. Faðir hans var utanríkisráðherra og afi forsætisráðherra þannig að honum eru stjórnmálin í blóð borin. Abe er sagður íhaldssamur og því er reiknað með að hann muni reka svipaða stefnu í efnahagsmálum og Koizumi, núverandi forsætisráðherra. Hann er hins vegar sagður herskárri en forveri sinn, meðal annars í kjarnorkudeilunni við Norður-Kóreumenn. Abe vill ennfremur að Japanar hætti að biðjast afsökunar á illvirkjum hersins í styrjöldum fyrri ára og beri höfuðið í staðinn hátt. Því er næsta víst að hann muni halda áfram heimsóknum að Yasukuni-helgidómnum umdeilda sem er nágrannaþjóðunum svo mikill þyrnir í augum.
Erlent Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira