Woods í stuði á heimsmótinu

Bandaríski stjörnukylfingurinn Tiger Woods hristi heldur betur af sér vonbrigðin í Ryder keppninni í kvöld þegar hann lék fyrsta hringinn á heimsmótinu sem fram fer á Englandi á 63 höggum eða 8 undir pari. Woods hefur eins höggs forystu á Ian Poulter og Padraig Harrington. Woods hefur fjórum sinnum unnið sigur á mótinu.