Alþingi sett á morgun 1. október 2006 18:25 MYND/GVA Alþingi verður sett á morgun við hátíðlega athöfn sem hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálftvö. Sólveig Pétursdóttir, forseti alþingis, gefur áfram kost á sér í embætti forseta en hún hefur ákveðið að hverfa af vettvangi stjórnmálanna eftir þennan vetur. Sólveig Pétursdóttir var gestur NFS í hádegisviðtalinu þar sem hún skýrði ástæður þess að hún kaus að hverfa úr stjórnmálum. Hún sagði mikilvægt að stjórnmálamenn þekktu sinn vitjunartíma og hættu á toppnum. Aðspurð hvort ákvörðunin hafi tengst málefnum Kristins Björnssonar, eiginmans hennar og fyrrverandi forstjóra Skeljungs, segir Sólveig svo ekki vera. Þessa ákvörðun taki hún sem einstaklingur út frá sinni eigin reynslu. Hún hafi þó sagt það áður að hún væri ekki mannleg ef hún myndi ekki viðurkenna það að umræðan um málið hafi á köflum verið erfið og það sé erfitt að sitja undir slíkum umræðum árum saman án þess að niðurstaða sé komin í málið. Margar sterkar og áberandi konur hafa að undanförnu lýst því yfir að þær hverfi úr pólitík. Þar má nefna auk Sólveigar þær Margréti Frímannsdóttur. Rannveigu Guðmundsdóttur og Bryndísi Hlöðversdóttur. Sólveig segist vonast til að verða aftur kjörinn forseti þingsins enda enn margt ógert á forsetastóli svo sem breytingar á þingsköpum og sérstakt ungdómsþing til að þjálfa unglinga til pólitískrar þáttöku. Aðspurð hvort karlar og konur hafi jöfn tækifæri innan Sjálfstæðisflokksins segir Sólveig að hún hafi svolitlar áhyggjur af því að að prófkjörin eins og þau séu í dag, með mikilli smölun, geti reynst konum erfiðari en körlum. Spurð hvort það hafi ekki sannast í síðasta prófkjöri fyrir þingkosningar segir Sólveig að það hafi verið erfitt prófkjör fyrir konur en auðvitað læri þær af reynslunni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Alþingi verður sett á morgun við hátíðlega athöfn sem hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálftvö. Sólveig Pétursdóttir, forseti alþingis, gefur áfram kost á sér í embætti forseta en hún hefur ákveðið að hverfa af vettvangi stjórnmálanna eftir þennan vetur. Sólveig Pétursdóttir var gestur NFS í hádegisviðtalinu þar sem hún skýrði ástæður þess að hún kaus að hverfa úr stjórnmálum. Hún sagði mikilvægt að stjórnmálamenn þekktu sinn vitjunartíma og hættu á toppnum. Aðspurð hvort ákvörðunin hafi tengst málefnum Kristins Björnssonar, eiginmans hennar og fyrrverandi forstjóra Skeljungs, segir Sólveig svo ekki vera. Þessa ákvörðun taki hún sem einstaklingur út frá sinni eigin reynslu. Hún hafi þó sagt það áður að hún væri ekki mannleg ef hún myndi ekki viðurkenna það að umræðan um málið hafi á köflum verið erfið og það sé erfitt að sitja undir slíkum umræðum árum saman án þess að niðurstaða sé komin í málið. Margar sterkar og áberandi konur hafa að undanförnu lýst því yfir að þær hverfi úr pólitík. Þar má nefna auk Sólveigar þær Margréti Frímannsdóttur. Rannveigu Guðmundsdóttur og Bryndísi Hlöðversdóttur. Sólveig segist vonast til að verða aftur kjörinn forseti þingsins enda enn margt ógert á forsetastóli svo sem breytingar á þingsköpum og sérstakt ungdómsþing til að þjálfa unglinga til pólitískrar þáttöku. Aðspurð hvort karlar og konur hafi jöfn tækifæri innan Sjálfstæðisflokksins segir Sólveig að hún hafi svolitlar áhyggjur af því að að prófkjörin eins og þau séu í dag, með mikilli smölun, geti reynst konum erfiðari en körlum. Spurð hvort það hafi ekki sannast í síðasta prófkjöri fyrir þingkosningar segir Sólveig að það hafi verið erfitt prófkjör fyrir konur en auðvitað læri þær af reynslunni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent