Alþingi sett á morgun 1. október 2006 18:25 MYND/GVA Alþingi verður sett á morgun við hátíðlega athöfn sem hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálftvö. Sólveig Pétursdóttir, forseti alþingis, gefur áfram kost á sér í embætti forseta en hún hefur ákveðið að hverfa af vettvangi stjórnmálanna eftir þennan vetur. Sólveig Pétursdóttir var gestur NFS í hádegisviðtalinu þar sem hún skýrði ástæður þess að hún kaus að hverfa úr stjórnmálum. Hún sagði mikilvægt að stjórnmálamenn þekktu sinn vitjunartíma og hættu á toppnum. Aðspurð hvort ákvörðunin hafi tengst málefnum Kristins Björnssonar, eiginmans hennar og fyrrverandi forstjóra Skeljungs, segir Sólveig svo ekki vera. Þessa ákvörðun taki hún sem einstaklingur út frá sinni eigin reynslu. Hún hafi þó sagt það áður að hún væri ekki mannleg ef hún myndi ekki viðurkenna það að umræðan um málið hafi á köflum verið erfið og það sé erfitt að sitja undir slíkum umræðum árum saman án þess að niðurstaða sé komin í málið. Margar sterkar og áberandi konur hafa að undanförnu lýst því yfir að þær hverfi úr pólitík. Þar má nefna auk Sólveigar þær Margréti Frímannsdóttur. Rannveigu Guðmundsdóttur og Bryndísi Hlöðversdóttur. Sólveig segist vonast til að verða aftur kjörinn forseti þingsins enda enn margt ógert á forsetastóli svo sem breytingar á þingsköpum og sérstakt ungdómsþing til að þjálfa unglinga til pólitískrar þáttöku. Aðspurð hvort karlar og konur hafi jöfn tækifæri innan Sjálfstæðisflokksins segir Sólveig að hún hafi svolitlar áhyggjur af því að að prófkjörin eins og þau séu í dag, með mikilli smölun, geti reynst konum erfiðari en körlum. Spurð hvort það hafi ekki sannast í síðasta prófkjöri fyrir þingkosningar segir Sólveig að það hafi verið erfitt prófkjör fyrir konur en auðvitað læri þær af reynslunni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira
Alþingi verður sett á morgun við hátíðlega athöfn sem hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálftvö. Sólveig Pétursdóttir, forseti alþingis, gefur áfram kost á sér í embætti forseta en hún hefur ákveðið að hverfa af vettvangi stjórnmálanna eftir þennan vetur. Sólveig Pétursdóttir var gestur NFS í hádegisviðtalinu þar sem hún skýrði ástæður þess að hún kaus að hverfa úr stjórnmálum. Hún sagði mikilvægt að stjórnmálamenn þekktu sinn vitjunartíma og hættu á toppnum. Aðspurð hvort ákvörðunin hafi tengst málefnum Kristins Björnssonar, eiginmans hennar og fyrrverandi forstjóra Skeljungs, segir Sólveig svo ekki vera. Þessa ákvörðun taki hún sem einstaklingur út frá sinni eigin reynslu. Hún hafi þó sagt það áður að hún væri ekki mannleg ef hún myndi ekki viðurkenna það að umræðan um málið hafi á köflum verið erfið og það sé erfitt að sitja undir slíkum umræðum árum saman án þess að niðurstaða sé komin í málið. Margar sterkar og áberandi konur hafa að undanförnu lýst því yfir að þær hverfi úr pólitík. Þar má nefna auk Sólveigar þær Margréti Frímannsdóttur. Rannveigu Guðmundsdóttur og Bryndísi Hlöðversdóttur. Sólveig segist vonast til að verða aftur kjörinn forseti þingsins enda enn margt ógert á forsetastóli svo sem breytingar á þingsköpum og sérstakt ungdómsþing til að þjálfa unglinga til pólitískrar þáttöku. Aðspurð hvort karlar og konur hafi jöfn tækifæri innan Sjálfstæðisflokksins segir Sólveig að hún hafi svolitlar áhyggjur af því að að prófkjörin eins og þau séu í dag, með mikilli smölun, geti reynst konum erfiðari en körlum. Spurð hvort það hafi ekki sannast í síðasta prófkjöri fyrir þingkosningar segir Sólveig að það hafi verið erfitt prófkjör fyrir konur en auðvitað læri þær af reynslunni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira