Voru minntir á þagmælsku vegna sprengjuflugvéla 5. október 2006 18:30 Flugumferðarstjórar í Keflavík fengu tölvupóst frá yfirmanni sínum á föstudag þar sem þeir voru minntir á þagnarskyldu í starfi, í kjölfar þess að rússneskar sprengjuflugvélar flugu inn á íslenskt flugumferðarstjórnarsvæði. Tilmælin komu frá stjórnvöldum. Flugmaður bandarískrar farþegavélar á svipuðum slóðum sá rússnesku vélarnar út um gluggann. Eins og fram kom í fréttum NFS, um síðustu helgi, kom flugmálastjórn af fjöllum þegar Bretar létu vita af tveimur rússneskum sprengjuflugvélum aðfaranótt föstudags á sveimi 150 sjómílum norðaustur af landinu. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sagði í fréttum á laugardag að samkvæmt hennar upplýsingum þá vissi Flugmálastjórn um ferðir vélanna. Það stangast á við dagbók Flugturnsins í Keflavík þennan dag. Í bókun klukkan fimm um morguninn segir: Hringt var frá Bournemouth og tilkynnt um tvær rússneskar flugvélar, sem þeir telja vera Black Jack Heavybombers. 150 mílur norðaustur af landinu. Varðstjóri í flugstjórn var látin vita. Reynt var að hringja í Ratsjárstofnun en enginn svaraði. Hringt var í utanríkisráðuneytið til að fá að vita hvert beina ætti upplýsingunum. Hálftíma síðar segir varðstjóri í flugstjórn að Færeyjaradar hafi hringt og staðfest vélar 150 sjómílur austur af landinu sem stefndu í veg fyrir farþegaflugvél frá Continental flugfélaginu. Flugmaður þeirrar vélar sá sprengjuvélarnar. Klukkan 05:37 hringir Jörundur frá utanríkisráðuneytinu og segist ætla að hafa upp á Ratsjárstofnun. Tíu mínútur yfir sex segir: Flugstjórn lætur vita að Ratsjárstofnun sé í sambandi og hafi spurst fyrir fyrir um vélarnar. Í ljós kemur að Ratsjárstofnun er í símasambandi um gömlu Lokasímana. Um hádegi þennan sama dag fá flugumferðarstjórar í Keflavík tölvupóst frá yfirmanni sínum, Haraldi Ólafssyni, þess efnis að tilmæli hefðu borist frá stjórnvöldum að skylda til þagmælsku yrðu áréttaðar við flugumferðarstjóra og var meðflygjandi lagaákvæði þar um. Neðst í póstinum kemur fram að tilmæli bókananna séu bókanir í dagbók flugturnsins þann 29. september frá fimm um morguninn til klukkan níu. En það eru færslur sem sýndar voru hér á undan um ferðir rússnesku sprengjuflugvélanna. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu var fylgst með ferðum rússneskuvélanna af Ratsjárstofnun og setið við símann. Það sé flugturnsins að svara fyrir að ekki hafi verið hringt í rétt númer. Ekki fengust svör hvers vegna Ratsjárstofnun lét ekki flugturninn, sem stjórnar almennri flugumferð, vita af ferðum sprengjuflugvélanna. En samkvæmt dagbókinni var það flugturninn sem reyndi að gera Ratsjárstofnun viðvart. Fréttir Innlent Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Sjá meira
Flugumferðarstjórar í Keflavík fengu tölvupóst frá yfirmanni sínum á föstudag þar sem þeir voru minntir á þagnarskyldu í starfi, í kjölfar þess að rússneskar sprengjuflugvélar flugu inn á íslenskt flugumferðarstjórnarsvæði. Tilmælin komu frá stjórnvöldum. Flugmaður bandarískrar farþegavélar á svipuðum slóðum sá rússnesku vélarnar út um gluggann. Eins og fram kom í fréttum NFS, um síðustu helgi, kom flugmálastjórn af fjöllum þegar Bretar létu vita af tveimur rússneskum sprengjuflugvélum aðfaranótt föstudags á sveimi 150 sjómílum norðaustur af landinu. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sagði í fréttum á laugardag að samkvæmt hennar upplýsingum þá vissi Flugmálastjórn um ferðir vélanna. Það stangast á við dagbók Flugturnsins í Keflavík þennan dag. Í bókun klukkan fimm um morguninn segir: Hringt var frá Bournemouth og tilkynnt um tvær rússneskar flugvélar, sem þeir telja vera Black Jack Heavybombers. 150 mílur norðaustur af landinu. Varðstjóri í flugstjórn var látin vita. Reynt var að hringja í Ratsjárstofnun en enginn svaraði. Hringt var í utanríkisráðuneytið til að fá að vita hvert beina ætti upplýsingunum. Hálftíma síðar segir varðstjóri í flugstjórn að Færeyjaradar hafi hringt og staðfest vélar 150 sjómílur austur af landinu sem stefndu í veg fyrir farþegaflugvél frá Continental flugfélaginu. Flugmaður þeirrar vélar sá sprengjuvélarnar. Klukkan 05:37 hringir Jörundur frá utanríkisráðuneytinu og segist ætla að hafa upp á Ratsjárstofnun. Tíu mínútur yfir sex segir: Flugstjórn lætur vita að Ratsjárstofnun sé í sambandi og hafi spurst fyrir fyrir um vélarnar. Í ljós kemur að Ratsjárstofnun er í símasambandi um gömlu Lokasímana. Um hádegi þennan sama dag fá flugumferðarstjórar í Keflavík tölvupóst frá yfirmanni sínum, Haraldi Ólafssyni, þess efnis að tilmæli hefðu borist frá stjórnvöldum að skylda til þagmælsku yrðu áréttaðar við flugumferðarstjóra og var meðflygjandi lagaákvæði þar um. Neðst í póstinum kemur fram að tilmæli bókananna séu bókanir í dagbók flugturnsins þann 29. september frá fimm um morguninn til klukkan níu. En það eru færslur sem sýndar voru hér á undan um ferðir rússnesku sprengjuflugvélanna. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu var fylgst með ferðum rússneskuvélanna af Ratsjárstofnun og setið við símann. Það sé flugturnsins að svara fyrir að ekki hafi verið hringt í rétt númer. Ekki fengust svör hvers vegna Ratsjárstofnun lét ekki flugturninn, sem stjórnar almennri flugumferð, vita af ferðum sprengjuflugvélanna. En samkvæmt dagbókinni var það flugturninn sem reyndi að gera Ratsjárstofnun viðvart.
Fréttir Innlent Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Sjá meira