Vill verndar- og nýtingaráætlun innan fjögurra ára 11. október 2006 12:43 MYND/Vilhelm Auðlindanefnd iðnaðarráðherra leggur til að Alþingi samþykki verndar- og nýtingaráætlun fyrir auðlindir í jörðu sem lög eða þingsályktun eigi síðar en árið 2010. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu nefndarinnar sem kynnt var í dag. Fram kemur í skýrslunni að nefndin sé sammála um að mikilvægt sé að samþætta sjónarmið verndunar og nýtingar við mat á virkjunarkostum og taka beri tillit til sjónamiða sjálfbærrar þróunar og þeirra verðmæta sem felist í náttúrunni sjálfri. Tillögur nefndarinnar eru í þremur þáttum. Í fyrsta lagi er gerð grein fyrir tillögum varðandi framtíðarstefnu um nýtingu þeirra auðlinda sem um ræðir og og í öðru lagi fjallar nefndin um það það með hvaða hætti taka beri afstöðu til umsókna um rannsóknar- og nýtingarleyfi sem þegar hafi komið fram. Í þriðja lagi er fjallað um tillögur um það með hvaða hætti valið verði milli slíkra umsókna í framtíðinni Nefndin leggur til að Alþingi móti langtímastefnu um rannsóknir, verndun og nýtingu auðlinda á borð við jarðefni, jarðhita, gurnnvatn og vatnsafls til raforkuframleiðslu. Slík áætlun yrði samþykkt sem lög eða þingsályktun um sérstaka verndar- og nýtingaráætlun sem gilda skuli til langs tíma, t.d. 25 ára í senn, en sætti reglulegri endurskoðun. Leggur nefndin til að við gerð slíkrar áætlunar verð sérstaklega litið til niðurstaðna rannsókna og mats á þeim hugsanlegu virkjunarkostum sem settar eru fram í skýrslu um niðurstöður 1. áfanga rammááætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðavarma og sömuleiðis rannsókna 2. áfanga rammáætlunarinnar sem liggja á fyrir árið 2009. Í nýtingarhluta áætlunarinnar verði skilgreind þau svæði sem teljist nýtileg til orkuframleiðslu án umtalsverðra umhverfisáhrifa en í verndarhlutanum verð skilgreind þau svæði sem vernda eigi vegna þess að talið sé að orkuvinnsla þar hafi of mikil umhverfisáhrif. Er lagt til að áætlunin verði unnin í samráði við alla helstu hagsmunaaðila. „Til að tillögur þessar geti orðið raunhæfar er jafnframt nauðsynlegt að stjórnvöld leggi aukið fé til nauðsynlegra grunnrannsókna og gerðar yfirstandandi rammaáætlunar þannig að hægt verði að ljúka þeim rannsóknum og mati árið 2009," segir enn fremur í skýrslunni. Ekki náðist samstaða í nefndinni um það hvaða auðlindanýtingu eigi að heimila á tímabilinu þangað til mörkuð hefur verið að lögum framtíðarstefna um auðlindanýtingu, eða fram til ársins 2010. Agnar Olsen, Hjörleifur Kvaran og Kolbrún Halldórsdóttir skrifa undir skýrsluna með fyrirvara um þann þátt. Kolbrún gerir auk þess fleiri athugasemdir í bókun sinni. Þá gerir Jóhann Ársælsson grein fyrir afstöðu sinni í sérstakri bókun þó svo að hann standi að niðurstöðunum skýrslunnar í öllum atriðum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Auðlindanefnd iðnaðarráðherra leggur til að Alþingi samþykki verndar- og nýtingaráætlun fyrir auðlindir í jörðu sem lög eða þingsályktun eigi síðar en árið 2010. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu nefndarinnar sem kynnt var í dag. Fram kemur í skýrslunni að nefndin sé sammála um að mikilvægt sé að samþætta sjónarmið verndunar og nýtingar við mat á virkjunarkostum og taka beri tillit til sjónamiða sjálfbærrar þróunar og þeirra verðmæta sem felist í náttúrunni sjálfri. Tillögur nefndarinnar eru í þremur þáttum. Í fyrsta lagi er gerð grein fyrir tillögum varðandi framtíðarstefnu um nýtingu þeirra auðlinda sem um ræðir og og í öðru lagi fjallar nefndin um það það með hvaða hætti taka beri afstöðu til umsókna um rannsóknar- og nýtingarleyfi sem þegar hafi komið fram. Í þriðja lagi er fjallað um tillögur um það með hvaða hætti valið verði milli slíkra umsókna í framtíðinni Nefndin leggur til að Alþingi móti langtímastefnu um rannsóknir, verndun og nýtingu auðlinda á borð við jarðefni, jarðhita, gurnnvatn og vatnsafls til raforkuframleiðslu. Slík áætlun yrði samþykkt sem lög eða þingsályktun um sérstaka verndar- og nýtingaráætlun sem gilda skuli til langs tíma, t.d. 25 ára í senn, en sætti reglulegri endurskoðun. Leggur nefndin til að við gerð slíkrar áætlunar verð sérstaklega litið til niðurstaðna rannsókna og mats á þeim hugsanlegu virkjunarkostum sem settar eru fram í skýrslu um niðurstöður 1. áfanga rammááætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðavarma og sömuleiðis rannsókna 2. áfanga rammáætlunarinnar sem liggja á fyrir árið 2009. Í nýtingarhluta áætlunarinnar verði skilgreind þau svæði sem teljist nýtileg til orkuframleiðslu án umtalsverðra umhverfisáhrifa en í verndarhlutanum verð skilgreind þau svæði sem vernda eigi vegna þess að talið sé að orkuvinnsla þar hafi of mikil umhverfisáhrif. Er lagt til að áætlunin verði unnin í samráði við alla helstu hagsmunaaðila. „Til að tillögur þessar geti orðið raunhæfar er jafnframt nauðsynlegt að stjórnvöld leggi aukið fé til nauðsynlegra grunnrannsókna og gerðar yfirstandandi rammaáætlunar þannig að hægt verði að ljúka þeim rannsóknum og mati árið 2009," segir enn fremur í skýrslunni. Ekki náðist samstaða í nefndinni um það hvaða auðlindanýtingu eigi að heimila á tímabilinu þangað til mörkuð hefur verið að lögum framtíðarstefna um auðlindanýtingu, eða fram til ársins 2010. Agnar Olsen, Hjörleifur Kvaran og Kolbrún Halldórsdóttir skrifa undir skýrsluna með fyrirvara um þann þátt. Kolbrún gerir auk þess fleiri athugasemdir í bókun sinni. Þá gerir Jóhann Ársælsson grein fyrir afstöðu sinni í sérstakri bókun þó svo að hann standi að niðurstöðunum skýrslunnar í öllum atriðum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira