Segir starfsmann Landssímans hafa staðfest hleranir 12. október 2006 09:56 Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að fyrrverandi yfirmaður í tæknideild Landssíma Íslands hafi hringt í sig í gærkvöld og staðfest að sími Jóns hefði verið hleraður þegar hann var ráðherra. Þetta kom fram í viðtali við Jóhann Hauksson í þættinum Morgunhaninn á Útvarpi Sögu í morgun.Í tilkynningu frá Þjóðarhreyfingunni segir að maðurinn sem starfaði hjá Símanum hefði sagt Jóni að hann gæti ekki lengur þagað yfir því sem hann varð vitni að meðan Jón Baldvin var ráðherra.„Maðurinn sagði honum frá því að hann hefði tekið eftir ókunnum manni í tengigrindarsal Landssímans og hefði setið þar oft á kvöldin með hlustunartæki. Sá sem hringdi í Jón Baldvin sagðist hafa farið í tækið þegar hlerarinn skrapp frá - og þá hefðu hann heyrt Jón Baldvin ráðherra vera að tala við annan háttsettan mann. Það var semsé verið að hlera síma utanríkisráðherra lýðveldisins! Maðurinn sagðist ekki geta lengur þagað yfir þessu - og sagði Jón Baldvin að skýrt yrði frá nafni hans þegar þar að kæmi.Jón Baldvin sagði að viðtalið við Davíð Oddsson á Stöð 2 í gærkvöldi hefði ekki við rök að styðjast og seðlabankastjórinn mundi ekki sleppa svo auðveldlega frá þessu máli.Hvað varðaði norsku hlerunarsérfræðingana, sem Davíð Oddsson sagði að hefðu komið reglulega til Íslands á vegum NATÓ til að ganga úr skugga um að símar væru ekki hleraðir hjá stjórnvöldum, sagði Jón Baldvin að þessir sérfræðingar hefðu allt eins getað verið frá bandaríska sendiráðinu í Reykjavík. Gæti vel verið að þessir NATÓ sérfræðingar í hlerunartækjum hefði þvert á móti fremur KOMIÐ FYRIR hlerunarbúnaði í síma ráðherra en hreinsa tækin!," segir í tilkynningu Þjóðarhreyfingarinnar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að fyrrverandi yfirmaður í tæknideild Landssíma Íslands hafi hringt í sig í gærkvöld og staðfest að sími Jóns hefði verið hleraður þegar hann var ráðherra. Þetta kom fram í viðtali við Jóhann Hauksson í þættinum Morgunhaninn á Útvarpi Sögu í morgun.Í tilkynningu frá Þjóðarhreyfingunni segir að maðurinn sem starfaði hjá Símanum hefði sagt Jóni að hann gæti ekki lengur þagað yfir því sem hann varð vitni að meðan Jón Baldvin var ráðherra.„Maðurinn sagði honum frá því að hann hefði tekið eftir ókunnum manni í tengigrindarsal Landssímans og hefði setið þar oft á kvöldin með hlustunartæki. Sá sem hringdi í Jón Baldvin sagðist hafa farið í tækið þegar hlerarinn skrapp frá - og þá hefðu hann heyrt Jón Baldvin ráðherra vera að tala við annan háttsettan mann. Það var semsé verið að hlera síma utanríkisráðherra lýðveldisins! Maðurinn sagðist ekki geta lengur þagað yfir þessu - og sagði Jón Baldvin að skýrt yrði frá nafni hans þegar þar að kæmi.Jón Baldvin sagði að viðtalið við Davíð Oddsson á Stöð 2 í gærkvöldi hefði ekki við rök að styðjast og seðlabankastjórinn mundi ekki sleppa svo auðveldlega frá þessu máli.Hvað varðaði norsku hlerunarsérfræðingana, sem Davíð Oddsson sagði að hefðu komið reglulega til Íslands á vegum NATÓ til að ganga úr skugga um að símar væru ekki hleraðir hjá stjórnvöldum, sagði Jón Baldvin að þessir sérfræðingar hefðu allt eins getað verið frá bandaríska sendiráðinu í Reykjavík. Gæti vel verið að þessir NATÓ sérfræðingar í hlerunartækjum hefði þvert á móti fremur KOMIÐ FYRIR hlerunarbúnaði í síma ráðherra en hreinsa tækin!," segir í tilkynningu Þjóðarhreyfingarinnar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira