Segir starfsmann Landssímans hafa staðfest hleranir 12. október 2006 09:56 Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að fyrrverandi yfirmaður í tæknideild Landssíma Íslands hafi hringt í sig í gærkvöld og staðfest að sími Jóns hefði verið hleraður þegar hann var ráðherra. Þetta kom fram í viðtali við Jóhann Hauksson í þættinum Morgunhaninn á Útvarpi Sögu í morgun.Í tilkynningu frá Þjóðarhreyfingunni segir að maðurinn sem starfaði hjá Símanum hefði sagt Jóni að hann gæti ekki lengur þagað yfir því sem hann varð vitni að meðan Jón Baldvin var ráðherra.„Maðurinn sagði honum frá því að hann hefði tekið eftir ókunnum manni í tengigrindarsal Landssímans og hefði setið þar oft á kvöldin með hlustunartæki. Sá sem hringdi í Jón Baldvin sagðist hafa farið í tækið þegar hlerarinn skrapp frá - og þá hefðu hann heyrt Jón Baldvin ráðherra vera að tala við annan háttsettan mann. Það var semsé verið að hlera síma utanríkisráðherra lýðveldisins! Maðurinn sagðist ekki geta lengur þagað yfir þessu - og sagði Jón Baldvin að skýrt yrði frá nafni hans þegar þar að kæmi.Jón Baldvin sagði að viðtalið við Davíð Oddsson á Stöð 2 í gærkvöldi hefði ekki við rök að styðjast og seðlabankastjórinn mundi ekki sleppa svo auðveldlega frá þessu máli.Hvað varðaði norsku hlerunarsérfræðingana, sem Davíð Oddsson sagði að hefðu komið reglulega til Íslands á vegum NATÓ til að ganga úr skugga um að símar væru ekki hleraðir hjá stjórnvöldum, sagði Jón Baldvin að þessir sérfræðingar hefðu allt eins getað verið frá bandaríska sendiráðinu í Reykjavík. Gæti vel verið að þessir NATÓ sérfræðingar í hlerunartækjum hefði þvert á móti fremur KOMIÐ FYRIR hlerunarbúnaði í síma ráðherra en hreinsa tækin!," segir í tilkynningu Þjóðarhreyfingarinnar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að fyrrverandi yfirmaður í tæknideild Landssíma Íslands hafi hringt í sig í gærkvöld og staðfest að sími Jóns hefði verið hleraður þegar hann var ráðherra. Þetta kom fram í viðtali við Jóhann Hauksson í þættinum Morgunhaninn á Útvarpi Sögu í morgun.Í tilkynningu frá Þjóðarhreyfingunni segir að maðurinn sem starfaði hjá Símanum hefði sagt Jóni að hann gæti ekki lengur þagað yfir því sem hann varð vitni að meðan Jón Baldvin var ráðherra.„Maðurinn sagði honum frá því að hann hefði tekið eftir ókunnum manni í tengigrindarsal Landssímans og hefði setið þar oft á kvöldin með hlustunartæki. Sá sem hringdi í Jón Baldvin sagðist hafa farið í tækið þegar hlerarinn skrapp frá - og þá hefðu hann heyrt Jón Baldvin ráðherra vera að tala við annan háttsettan mann. Það var semsé verið að hlera síma utanríkisráðherra lýðveldisins! Maðurinn sagðist ekki geta lengur þagað yfir þessu - og sagði Jón Baldvin að skýrt yrði frá nafni hans þegar þar að kæmi.Jón Baldvin sagði að viðtalið við Davíð Oddsson á Stöð 2 í gærkvöldi hefði ekki við rök að styðjast og seðlabankastjórinn mundi ekki sleppa svo auðveldlega frá þessu máli.Hvað varðaði norsku hlerunarsérfræðingana, sem Davíð Oddsson sagði að hefðu komið reglulega til Íslands á vegum NATÓ til að ganga úr skugga um að símar væru ekki hleraðir hjá stjórnvöldum, sagði Jón Baldvin að þessir sérfræðingar hefðu allt eins getað verið frá bandaríska sendiráðinu í Reykjavík. Gæti vel verið að þessir NATÓ sérfræðingar í hlerunartækjum hefði þvert á móti fremur KOMIÐ FYRIR hlerunarbúnaði í síma ráðherra en hreinsa tækin!," segir í tilkynningu Þjóðarhreyfingarinnar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent