Ríkisendurskoðun stendur við stjórnsýsluúttekt á Umhverfisstofnun 12. október 2006 17:22 Sigurður Þórðarson, ríkisendurskoðandi. MYND/Gunnar V. Andrésson Ríkisendurskoðun stendur við stjórnsýsluúttekt sína á starfsemi Umhverfisstofnunar. Þetta kemur fram í svari Ríkisendurskoðunar við gagnrýni Davíðs Egilssonar, forstjóra Umhverfisstofnunar, þar sem hann gerði verulega athugasemdir við aðferðir og framkvæmd stjórnsýsluúttektarinnar. Skýrslan hafi verið unnin af heilindum og samviskusemi og án þess að láta annarleg og ómálefnaleg sjónarmið hafa áhrif á niðurstöður. Í tilkynningu sem Ríkisendurskoðun sendir frá sér síðdegis segir að stofnunin starfi á vegum Alþingis og hafi það meginhlutverk að annast eftirlit með fjárreiðum og rekstri ríkisins. Í lögum um stofnunina sé kveðið á um að hún sé engum háð í störfum sínum. Ríkisendurskoðun berist árlega fjöldi beiðna um stjórnsýsluúttektir á stofnunum og fyrirtækjum ríkisins, ýmist frá forstöðumönnum þeirra, ráðuneytum eða Alþingi. Stofnunin meti hverju sinni hvort efni og ástæður séu til slíkra úttekta. Ef ákveðið sé að ráðast í úttekt ákveði stofnunin hins vegar endanlegt viðfangsefni hennar og hvernig að henni verði staðið. Af þessu leiði að stofnanir, ráðuneyti eða Alþingi geti ekki beðið um skýrslur af tiltekinni gerð, eins og Davíð Egilson virðist álíta þegar hann segi í gagnrýni sinni að meginviðfangsefni Ríkisendurskoðunar eigi að vera að greina hvort nauðsynlegt fjármagn hafi fylgt auknum verkefnum sem lögð hafi verið á stofnunina. Úttekt Ríkisendurskoðunar beindist hins vegar fyrst og fremst að öðrum atriðum. Í framhaldi af þessu og öðrum ummælum Davíðs Egilsonar vilji Ríkisendurskoðun áréttað að samkvæmt 9. gr. laga um stofnunina felist stjórnsýsluendurskoðun í því að kanna meðferð og nýtingu ríkisfjár, hvort hagkvæmni og skilvirkni sé gætt í rekstri stofnana og fyrirtækja í eigu ríkisins og hvort gildandi lagafyrirmælum sé framfylgt í þessu sambandi. Í greinargerð með frumvarpi laga um Ríkisendurskoðun komi einnig fram að stjórnsýsluendurskoðun taki ekki aðeins til einstakra þátta stjórnunar heldur einnig skipulags, stjórnkerfis og rekstrarlegra þátta í heild sinni. Ríkisendurskoðun telur að þessum sjónarmiðum hafi verið fylgt þegar skýrslan um Umhverfisstofnun hafi verið samin. Ríkisendurskoðun telur einnig að forstjóra Umhverfisstofnunar hafi strax í upphafi verið gerð munnlega grein fyrir því hvað fælist í stjórnsýsluendurskoðun og sömuleiðis fyrir verkáætlun um gerð áðurnefndrar skýrslu. Forstjóranum hafi því mátt vera ljóst að skýrslan kæmi ekki eingöngu til með að snúast um það hvort nauðsynlegt fjármagn hefði fylgt auknum verkefnum sem lögð hefðu verið á stofnunina. Í yfirlýsingu Ríkisendurskoðunar segir að Davíð Egilson víki að því í upphafi skrifa sinna að tilvitnanir séu ekki rétt eftir hafðar þrátt fyrir óskir um leiðréttingar og í lok þeirra ræðir hann um alvarlegar staðreyndavillur sem Ríkisendurskoðun hafi dregið ályktanir af. Ekki séu þó nefnd dæmi um slíkar rangfærslur í fréttatilkynningu Umhverfisstofnunar. Í tengslum við þetta vill Ríkisendurskoðun taka fram að Umhverfisstofnun hafi gefist kostur á að lesa skýrslu Ríkisendurskoðunar í drögum og gera athugasemdir við textann og þau gögn sem hann er byggður á. Ríkisendurskoðun telur að tekið hafi verið tillit til allra réttmætra athugasemda og vísar því á bug að endanlegar niðurstöður séu dregnar af röngum eða ónákvæmum upplýsingum. Enn fremur kemur fram í tilkynningunni að Ríkisendurskoðun hafi skilning á því að viðhorf fólks til skýrslna stofnunarinnar geta verið mismunandi og að ekki sé sjálfgefið að allir séu alltaf fullkomlega sammála því sem þar komi fram. Ríkisendurskoðun telur sig hins vegar hafa unnið skýrslu sína um Umhverfisstofnun af heilindum og samviskusemi og án þess að láta annarleg eða ómálefnaleg sjónarmið hafa áhrif á niðurstöður sínar. Af þessum sökum hljóti Ríkisendurskoðun að standa við skýrsluna og þær niðurstöður og tillögur sem þar koma fram. Í lokin vill Ríkisendurskoðun taka fram að hún leitist jafnan við að hafa góð samskipti við ríkisstofnanir í viðleitni sinni til að auka hagkvæmni og skilvirkni í ríkisrekstri. Stofnunin harmi því að til þessara orðaskipta hennar við Umhverfisstofnun hafi komið. Svar Ríkisendurskoðunar við athugasemdum forstjóra Umhverfisstofnunar. Fréttir Innlent Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira
Ríkisendurskoðun stendur við stjórnsýsluúttekt sína á starfsemi Umhverfisstofnunar. Þetta kemur fram í svari Ríkisendurskoðunar við gagnrýni Davíðs Egilssonar, forstjóra Umhverfisstofnunar, þar sem hann gerði verulega athugasemdir við aðferðir og framkvæmd stjórnsýsluúttektarinnar. Skýrslan hafi verið unnin af heilindum og samviskusemi og án þess að láta annarleg og ómálefnaleg sjónarmið hafa áhrif á niðurstöður. Í tilkynningu sem Ríkisendurskoðun sendir frá sér síðdegis segir að stofnunin starfi á vegum Alþingis og hafi það meginhlutverk að annast eftirlit með fjárreiðum og rekstri ríkisins. Í lögum um stofnunina sé kveðið á um að hún sé engum háð í störfum sínum. Ríkisendurskoðun berist árlega fjöldi beiðna um stjórnsýsluúttektir á stofnunum og fyrirtækjum ríkisins, ýmist frá forstöðumönnum þeirra, ráðuneytum eða Alþingi. Stofnunin meti hverju sinni hvort efni og ástæður séu til slíkra úttekta. Ef ákveðið sé að ráðast í úttekt ákveði stofnunin hins vegar endanlegt viðfangsefni hennar og hvernig að henni verði staðið. Af þessu leiði að stofnanir, ráðuneyti eða Alþingi geti ekki beðið um skýrslur af tiltekinni gerð, eins og Davíð Egilson virðist álíta þegar hann segi í gagnrýni sinni að meginviðfangsefni Ríkisendurskoðunar eigi að vera að greina hvort nauðsynlegt fjármagn hafi fylgt auknum verkefnum sem lögð hafi verið á stofnunina. Úttekt Ríkisendurskoðunar beindist hins vegar fyrst og fremst að öðrum atriðum. Í framhaldi af þessu og öðrum ummælum Davíðs Egilsonar vilji Ríkisendurskoðun áréttað að samkvæmt 9. gr. laga um stofnunina felist stjórnsýsluendurskoðun í því að kanna meðferð og nýtingu ríkisfjár, hvort hagkvæmni og skilvirkni sé gætt í rekstri stofnana og fyrirtækja í eigu ríkisins og hvort gildandi lagafyrirmælum sé framfylgt í þessu sambandi. Í greinargerð með frumvarpi laga um Ríkisendurskoðun komi einnig fram að stjórnsýsluendurskoðun taki ekki aðeins til einstakra þátta stjórnunar heldur einnig skipulags, stjórnkerfis og rekstrarlegra þátta í heild sinni. Ríkisendurskoðun telur að þessum sjónarmiðum hafi verið fylgt þegar skýrslan um Umhverfisstofnun hafi verið samin. Ríkisendurskoðun telur einnig að forstjóra Umhverfisstofnunar hafi strax í upphafi verið gerð munnlega grein fyrir því hvað fælist í stjórnsýsluendurskoðun og sömuleiðis fyrir verkáætlun um gerð áðurnefndrar skýrslu. Forstjóranum hafi því mátt vera ljóst að skýrslan kæmi ekki eingöngu til með að snúast um það hvort nauðsynlegt fjármagn hefði fylgt auknum verkefnum sem lögð hefðu verið á stofnunina. Í yfirlýsingu Ríkisendurskoðunar segir að Davíð Egilson víki að því í upphafi skrifa sinna að tilvitnanir séu ekki rétt eftir hafðar þrátt fyrir óskir um leiðréttingar og í lok þeirra ræðir hann um alvarlegar staðreyndavillur sem Ríkisendurskoðun hafi dregið ályktanir af. Ekki séu þó nefnd dæmi um slíkar rangfærslur í fréttatilkynningu Umhverfisstofnunar. Í tengslum við þetta vill Ríkisendurskoðun taka fram að Umhverfisstofnun hafi gefist kostur á að lesa skýrslu Ríkisendurskoðunar í drögum og gera athugasemdir við textann og þau gögn sem hann er byggður á. Ríkisendurskoðun telur að tekið hafi verið tillit til allra réttmætra athugasemda og vísar því á bug að endanlegar niðurstöður séu dregnar af röngum eða ónákvæmum upplýsingum. Enn fremur kemur fram í tilkynningunni að Ríkisendurskoðun hafi skilning á því að viðhorf fólks til skýrslna stofnunarinnar geta verið mismunandi og að ekki sé sjálfgefið að allir séu alltaf fullkomlega sammála því sem þar komi fram. Ríkisendurskoðun telur sig hins vegar hafa unnið skýrslu sína um Umhverfisstofnun af heilindum og samviskusemi og án þess að láta annarleg eða ómálefnaleg sjónarmið hafa áhrif á niðurstöður sínar. Af þessum sökum hljóti Ríkisendurskoðun að standa við skýrsluna og þær niðurstöður og tillögur sem þar koma fram. Í lokin vill Ríkisendurskoðun taka fram að hún leitist jafnan við að hafa góð samskipti við ríkisstofnanir í viðleitni sinni til að auka hagkvæmni og skilvirkni í ríkisrekstri. Stofnunin harmi því að til þessara orðaskipta hennar við Umhverfisstofnun hafi komið. Svar Ríkisendurskoðunar við athugasemdum forstjóra Umhverfisstofnunar.
Fréttir Innlent Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira